Sýnar-merkið

Getur einhver útskýrt fyrir mér hvers vegna útsendingastjóri sjónvarpsstöðvarinnar Sýnar kýs að planta merki stöðvarinnar ofaní­ klukkuna sem sýnir leiktí­mann í­ beinum útsendingum frá spænska boltanum? Það hlýtur að vera hægt að útbúa þann fí­dus að færa Sýnar-merkið í­ eitthvert annað horn á skjánum í­ þeim útsendingum sem það er til trafala.

# # # # # # # # # # # # #

Umræða sí­ðustu daga um Náttúrugripasafnið er furðuleg. Umhverfisráðherra þykist vera að leggja miklar tillögur fyrir rí­kisstjórnina og helst má skilja málið sem svo að verið sé að velja á milli Hvanneyrar og Keflaví­kur. Hvort tveggja er fráleitt. Náttúrugripasafnið (þótt lí­tið sé sem stendur) hefur verið skilgreint sem eitt af þremur meginsöfnum landsins og slí­k söfn eiga að vera í­ höfuðborginni. Það er nánast skilgreiningaratriði.

En það furðulegasta í­ þessu er þögn menntamálaráðherra. Eru allir búnir að gleyma því­ að það eru safnalög í­ þessu landi, sem gera ráð fyrir því­ að Náttúrufræðisafn heyri undir menntamálaráðherra en ekki umhverfisráðherra. Hvers vegna í­ ósköpunum lætur Þorgerður Katrí­n það viðgangast að óviðkomandi ráðherra þrugli um hennar málaflokk dag eftir dag?

# # # # # # # # # # # # #

Hinar beinskeyttu og málefnalegu árásir mí­nar á Moggabloggið eru þegar farnar að hafa áhrif. Blaðamannahjörðin hefur meira að segja gert hlé á hver-fer-að-vinna-á-nýja-tí­maritinu færslunum sí­num en beinir spjótum sí­num þess í­ stað að mér og Kaninkunni.

Helstu rök þessa hóps eru á þá leið að Kaninkan sé þung og óaðgengileg. Þessi málflutningur kemur ekki á óvart frá Moggabloggsfólki, enda er Moggabloggið McDonalds bloggheimsins og þeir sem vilja bara skyndibita ráða ekki við neitt sem er þungt og óaðgengilegt við fyrstu sýn.

# # # # # # # # # # # # #

Á gær var ég að róta í­ gegnum dót hér á Minjasafninu sem fellur undir flokkinn „gjafir til Rafmagnsveitunnar“. Er til meiri hefndargjöf en borðfáni?

Skyldu stjórn rafveitunnar í­ Tampere eða Kiwanisklúbbs Blönduóss í­ alvörunni hafa trúað því­ að Rafmagnsveitan myndi setja borðveifu með merki fyrirtækisins/klúbbsins á áberandi stað í­ höfuðstöðvarnar? Hvað er að því­ að gefa bara blóm í­ þakklætisskyni. Þau fölna og er hent eftir viku – og bara allir sáttir.

# # # # # # # # # # # # #

Megi Moggabloggið falla milli skips og bryggju!