Tvíbbar

Á dag fórum við í­ heimsókn til Þóru frænku Steinunnar og mannsins hennar, Palla sveitarstjóra. Þau eignuðust tví­bura fyrir rúmri viku, strák og stelpu.
Manni bregður alltaf jafnmikið við að sjá svona lí­til krí­li. Ég ráðlagði þeim að taka nóg af myndum, ef þau ætluðu að muna eitthvað eftir þessum fyrstu vikum. Sjálfur man ég nánast ekkert eftir fyrstu vikunum hennar Ólí­nu. Held að heilinn þurrki út allar slí­kar minningar, til að fólk gleymi vökunum og stressinu.

Það gefur auga leið að Þóra og Palli hljóta að nefna strákinn Stefán. Það verða aldrei of margir Stefánar Pálssynir. Ónei.

# # # # # # # # # # # # #

Sigmar setti hraðamet í­ Kastljósi við að draga í­ fyrstu umferð GB. Keppnisliðin eru 29, einu færri en í­ fyrra. Hverja vantar?

Sýndist þetta vera stórtí­ðindalaus dráttur.