Loftnetsviðgerðir

Loftnetið fyrir sjónvarpið er í­ steik. Vandinn verður ekki leystur með því­ að klifra upp á þak, heldur þarf að skipta út einhverjum tenglum á þeim enda snúrunnar sem er hér innandyra. Það verður ví­st ekki gert án þess að hafa þartilgerð tæki og kunnáttu. Held meira að segja að þetta sé ekki djobb fyrir venjulegan rafvirkja, heldur sérstakan loftnetskarl/konu.

Lýsi hér með eftir uppástungum. Lumar einhver á sí­manúmerinu hjá klókum iðnaðarmanni? Ekki að undirtektirnar við spurningu minni um Heimastjórnar-Dabba fylli mig bjartsýni.

# # # # # # # # # # # # #

Um daginn hélt ég því­ ranglega fram að Luton væri að spila við WBA á föstudagskvöld á Sky. Hið rétta er að þetta er útileikur gegn toppliðinu Birmingham. Ekkert við þennan leik gefur tilefni til mikilla væntinga, en auðvitað mætir maður í­ Ölver kl. 19:30.
# # # # # # # # # # # # #

íþróttamaður ársins – handboltamaður, eina ferðina enn. Hvað á manni að finnast um það?

Á það minnsta voru menn nógu skynsamir til að velja ekki kylfinginn. Daginn sem golfari verður valinn í­þróttamaður ársins mun ég taka upp baráttu fyrir því­ að spurningakeppnisþátttakendur fái aðild að íSí.

# # # # # # # # # # # # #

Hvernig væri að rista Moggablogginu blóðörn?