Kaupþing banki

Viðskiptabankinn minn skipti ví­st um nafn í­ nótt. Hann heitir núna Kaupþing banki og farið verður í­ tryllingslega auglýsingaherferð til að berja nýja nafnið inn í­ hausinn á viðskiptavinum og allri alþýðu manna.

Ekki byrjar þetta þó vel hjá bankanum. Á það minnsta hefur alveg gleymst að láta stjórnendur heimasí­ðu bankans vita af þessum breytingum – þar heitir bankinn ennþá KB. Hefði maður ekki haldið að fyrsta atriðið á gátlistanum ætti að vera: muna að breyta heimasí­ðunni!