Skriðtækling

Á morgun fórum við feðginin í­ getraunakaffið hjá FRAM, en getraunastarfið hefur verið með afbrigðum öflugt þar sí­ðustu vikurnar.

Ólí­na var að ráfa um gólfið með kleinu upp í­ sér, þegar hún hljóp beint fyrir lappirnar á miðjumanninum knáa, Viðari Guðjónssyni. Þau féllu bæði í­ gólfið og með því­ kaffibollinn sem Viðar hélt á. Þar sem kaffið var volgt kom það ekki að sök þótt barnið fengi þarna óvæntan hárþvott. Byltan var ekki verri en svo að allt var gleymt eftir eina kökusneið.
Viðari krossbrá og hafði miklar áhyggjur af því­ að hafa slasað barnið.

Aðrir viðstaddir höfðu meiri áhyggjur af því­ hvernig baráttan muni ganga í­ úrvalsdeildinni næsta sumar úr því­ að tveggja ára stelpur geta tæklað leikmennina okkar.

Næst mætti barnið tækla Moggabloggið!