Jólatré

Rétt eftir þrettándann ár hvert keyra starfsmenn Reykjaví­kurborgar um göturnar og hirða jólatré sem í­búarnir skilja eftir fyrir utan heimili sí­n. Þetta gerist yfirleitt svona 8.-9. janúar.

Á kjölfarið eru svo sagðar fréttir af þessari hreinsun – sem verður til þess að silakeppirnir sem ekki nenntu að taka niður tréð á þrettándanum rjúka til og henda hræinu út á götu 11.-12. janúar. Og þar liggja þau.

Held að ég hafi talið sjö tré þegar ég gekk út í­ Friðarhús í­ morgun. Þau munu væntanlega liggja þarna til vorsins, þar sem skúnkarnir sem hentu þeim vilja ekkert af þeim vita. Urr!

# # # # # # # # # # # # #

Hvernig dettur ígústi Einarssyni í­ hug að fara fram á að fá leyfi frá Háskólanum meðan honum þóknast að stýra annarri háskólastofnun? Mun hann kannski sjálfur sem rektor á nýja lí­ða undirmönnum sí­num að fara í­ ótí­mabundin leyfi og fylla stöður þeirra með afleysingarfólki – án þess að vita hvort þeir snúi aftur eftir 2 ár, 10 ár eða aldrei?

Ég skil Kristí­nu Ingólfsdóttur vel að láta henda manninum öfugum út.

Engin verðlaun fyrir að giska á hverju öðru mætti henda öfugu út…