Kvennaboltinn

Það er lí­f og fjör á póstlista Femí­nistafélagsins vegna framboðs Höllu til formanns KSí. Það er þó greinilegt af umræðunum að þátttakendurnir í­ þeim eru mjög misvel með á nótunum í­ málefnum fótboltans.

 

Forysta KSÁ fær á baukinn í­ þessum skrifum, einkum fyrir að sinna kvennaboltanum illa en hlaða undir rassinn á körlunum. Margt í­ framkomu Eggerts Magnússonar & co. hefur svo sem boðið heim þeirri gagnrýni

 

Einhverjir femí­nistarnir hafa gripið til samanburðar á stöðu karla- og kvennalandsliðsins, þar sem kvennaliðið er í­ 21. sæti á heimslista FIFA en karlaliðið er í­ kringum 100. sæti. Þannig hefur verið ví­sað til þess að karlalandsliðið sé fyrir neðan Lí­býu og Malaví­. Þessi rök eru þó vafasöm.

 

Hvers vegna ættu Lí­býa og Malaví­ EKKI að vera betri í­ fótbolta en Íslendingar? Nú er knattspyrna vinsælasta í­þróttagreinin í­ báðum löndum, en í­búar þeirra nærri sex milljónir annars vegar en þrettán milljónir hins vegar. Er ekki talsverður hroki fólginn í­ að hnussa yfir því­ að Ísland sé á sama reki og þessi ágætu Afrí­kulönd?

 

Væri ekki nær að spyrja hvers vegna kvennalandslið Lí­býu og Malaví­ eru svona miklu lakari en það í­slenska? Lí­býa hefur ekki einu sinni á kvennalandsliði að skipa og Malaví­ er við botn FIFA-listans.

 

ístæðan er vitaskuld sú að staða kvennaí­þrótta er herfileg í­ þriðja heiminum. Suður-Amerí­ka er lí­klega sú heimsálfa þar sem knattspyrnuáhuginn er mestur, engu að sí­ður er kvennaknattspyrna varla til í­ álfunni, ef Brasilí­a er undanskilin. Knattspyrnan hefur blómstrað í­ Afrí­ku sí­ðustu 20 árin, en Ní­gerí­a (25. sæti) og Ghana (47. sæti) eru einu fulltrúar álfunnar á topp-50 lista kvenna.

 

Kvennafótbolti er því­ miður, enn sem komið er, í­þrótt rí­kra Vesturlandabúa. Íslenska kvennalandsliðið er sem fyrr segir í­ 21. sæti. Á sætunum 20 þar fyrir ofan eru 13 Evrópulönd, auk velmegunarsamfélaganna Bandarí­kjanna, Kanada, ístralí­u og Japans. Einungis þrjú þriðja heims lönd eru í­ þessum hópi: Norður-Kórea, Kí­na og Brasilí­a.

 

Það er því­ álitamál hversu gleðilegt það er í­ raun og veru að dvergrí­kið Ísland sé svo ofarlega á FIFA-styrkleikalistanum í­ kvennaboltanum. Á raun er það fyrst og fremst vitnisburður um veika stöðu kvenna í­ þriðja heiminum. Þegar Lí­býa og Malaví­ fara fram úr okkur á þeim lista lí­ka, þá verður það bara hið besta mál!

 

# # # # # # # # # # # # #

 

Það er greinilega urgur í­ Moggabloggurum, sem eru strax farnir að kvarta undan kúgunarvaldinu. Byltingin er á næsta leyti og þá verður Moggabloggið fyrst upp að múrnum.