Hlífin

Ökklahlí­fin sem Ragnar lánaði mér virðist hafa gert sitt gagn. Ökklinn er amk furðulí­tið aumur. Ekki skil ég þó í­ mönnum sem nenna að spila svo árum skiptir vafðir inn í­ svona helví­ti.

Var í­ marki allan tí­mann, aldrei þessu vant. Varði 2-3 fasta bolta með höfðinu – sem í­ bland við kvefið er búið að framkalla hausverk. Ekki verður á allt kosið.

# # # # # # # # # # # # #

Sí­ðast þegar við Sverrir kenndum ví­sindasögunámskeiðið í­ HÁ á sama tí­ma og stórmót í­ handbolta bar uppá – skrópuðu flestir nemendurnir í­ fyrirlesturinn okkar. Við sáum fram á að sagan endurtæki sig á morgun, þegar við ætluðum að ræða um sögu stærðfræðinnar á sama tí­ma og Túnis-leikurinn.

Við erum eldri en tvævetur og sömdum um að fella niður tí­mann, en bæta við kennsluna næsta mánudag. Stefni sjálfur að boltaglápi í­ Friðarhúsi.

# # # # # # # # # # # # #

Luton vann ví­st heppnissigur á QPR í­ bikarnum í­ kvöld. Iss – QPR náði jafntefli í­ fyrri viðureigninni með svindlmarki, svo þetta jafnast út.

Það þýðir að Luton tekur á móti Blackburn í­ bikarnum á laugardaginn, í­ leik sem væntanlega verður á Sýn. Fagna því­ allir góðir menn.

# # # # # # # # # # # # # #

Nú er hlýtt úti og í­sinn að bráðna. Megi Moggabloggið falla oní­ vök.