Öldungaframboð

Einhvern veginn finnst manni að sérframboð eldri borgara (og e.t.v. öryrkja lí­ka) hafi verið boðað fyrir hverjar einustu þingkosningar. Á flest skiptin hefur þungavigtarfólk úr þessum þjóðfélagshópum farið fyrir slí­kum undirbúningshópum – en ekkert orðið úr framboði, enda markmiðið frekar að hrella stjórnvöld en að láta á þetta reyna.

Núna virðist lí­klegra að framboð aldraðra og öryrkja komi fram í­ raun og veru – tvö frekar en eitt meira að segja.

Baldur ígústsson forsetaframbjóðandi fer fyrir öðrum hópnum, ásamt nokkrum körlum. Hinum hópnum virðist stýrt af nokkrum virðulegum eldri konum – og hlýtur að teljast vænlegra framboðið, þótt hvorugt sé lí­klegt til að koma fulltrúa á þing.

Á skosku þingkosningunum fyrir fjórum árum kom upp sama staða. Eldri borgarar höfðu hótað framboði án þess að vera teknir sérstaklega alvarlega. Skömmu fyrir kosningar komu svo fram tvö slí­k framboð – og það meira að segja sama daginn.

Annar flokkurinn náði fulltrúa inn á skoska þingið. Það var formaður flokksins, sem var frægur fyrir að vera fyrrum stjóri knattspyrnuliðsins Motherwell. Raunar voru ýmsir fyrrum knattspyrnukappar í­ framboði fyrir flokkinn, sem kann að hafa skýrt velgengnina.

Spurning hvort í­slensku öldungaframboðin ættu að taka upp þessa tækni og stilla upp gömlum fótboltahetjum? Albert virkaði nú vel – og Ellert B. Schram er enn með bakterí­una… Hvaða fleiri kempur eru í­ boði?

# # # # # # # # # # # # #

Sælkerar taka frá föstudagskvöldið.

# # # # # # # # # # # # #

Handboltalandsliðið er búið að vinna tvo leiki í­ röð og þjóðin er að tryllast. Ef ég væri Geir Haarde myndi ég rjúfa þing og efna til kosninga á laugardaginn.

Ef ég væri Geir Haarde myndi ég reyndar lí­ka setja bráðabirgðalög til höfuðs Moggablogginu – en það er önnur saga.

Join the Conversation

No comments

  1. Ef að lí­kum lætur mun sá sem oft er kenndur við konungstign fæla marga kjósendur yfir til hins framboðsins og munu þá Baldur og félagar eiga greiða leið að hjörtum óákveðinna öldunga.

    Svo held ég að Geir Haarde hafi ekki áhuga á að setja bráðabirgðalög gegn kaninkubloggi. Það verði sjálfdautt úr innanmeinum án þess að hann veiti því­ sí­ðasta sakramentið.

  2. Hehe Geir getur nú ekki sett bráðabirgðalög til höfuðs Moggablogginu þar sem Alþingi situr að störfum.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *