Öldungaframboð

Einhvern veginn finnst manni að sérframboð eldri borgara (og e.t.v. öryrkja lí­ka) hafi verið boðað fyrir hverjar einustu þingkosningar. Á flest skiptin hefur þungavigtarfólk úr þessum þjóðfélagshópum farið fyrir slí­kum undirbúningshópum – en ekkert orðið úr framboði, enda markmiðið frekar að hrella stjórnvöld en að láta á þetta reyna.

Núna virðist lí­klegra að framboð aldraðra og öryrkja komi fram í­ raun og veru – tvö frekar en eitt meira að segja.

Baldur ígústsson forsetaframbjóðandi fer fyrir öðrum hópnum, ásamt nokkrum körlum. Hinum hópnum virðist stýrt af nokkrum virðulegum eldri konum – og hlýtur að teljast vænlegra framboðið, þótt hvorugt sé lí­klegt til að koma fulltrúa á þing.

Á skosku þingkosningunum fyrir fjórum árum kom upp sama staða. Eldri borgarar höfðu hótað framboði án þess að vera teknir sérstaklega alvarlega. Skömmu fyrir kosningar komu svo fram tvö slí­k framboð – og það meira að segja sama daginn.

Annar flokkurinn náði fulltrúa inn á skoska þingið. Það var formaður flokksins, sem var frægur fyrir að vera fyrrum stjóri knattspyrnuliðsins Motherwell. Raunar voru ýmsir fyrrum knattspyrnukappar í­ framboði fyrir flokkinn, sem kann að hafa skýrt velgengnina.

Spurning hvort í­slensku öldungaframboðin ættu að taka upp þessa tækni og stilla upp gömlum fótboltahetjum? Albert virkaði nú vel – og Ellert B. Schram er enn með bakterí­una… Hvaða fleiri kempur eru í­ boði?

# # # # # # # # # # # # #

Sælkerar taka frá föstudagskvöldið.

# # # # # # # # # # # # #

Handboltalandsliðið er búið að vinna tvo leiki í­ röð og þjóðin er að tryllast. Ef ég væri Geir Haarde myndi ég rjúfa þing og efna til kosninga á laugardaginn.

Ef ég væri Geir Haarde myndi ég reyndar lí­ka setja bráðabirgðalög til höfuðs Moggablogginu – en það er önnur saga.