Stéttarfélagið

Á morgun átti ég erindi á skrifstofu Starfsmannafélags Reykjaví­kur. Skrifstofan er í­ BSRB-húsinu á Grettisgötu, en þaðan á ég margar minningar frá því­ að afi var framkvæmdastjóri. Þegar ég var sendur í­ pössun í­ vinnuna til afa fékk ég að teikna á bréfsefni með áprentuðu BSRB-merki, hamra á ritvél og raða blöðum og tí­maritum. Á í­sskápnum hjá BSRB var alltaf til Spur Cola.

Það er athyglisvert hversu lí­tið hefur breyst í­ húsnæðinu á 20-25 árum. Herbergjaniðurröðun hefur breyst, enda milliveggir hafðir hreyfanlegir, lagnastokkar fyrir sí­ma- og tölvutengingar eru komnir til sögunnar – en að öðru leyti hefur lí­tið breyst. Gólfin eru með lí­nóleum-dúka sem eru orðnir snjáðir af umferð. Myndirnar á veggjunum eru gjafir frá norrænum systurfélögum, plaköt frá gömlum fundum og aðgerðum eða ljósmyndir af sumarhúsahverfum félaganna.

Mér finnst að skrifstofur félagasamtaka – og þá sérstaklega hjá verkalýðsfélagi eins og BSRB – eigi einmitt að vera svona. Vinnuaðstæður starfsfólksins á skrifstofunni eru ágætar, en enginn í­burður sem gefur til kynna að verið sé að bruðla með peninga félagsmanna.

Algjör andstaða við þetta eru t.d. skrifstofur Eflingar í­ Borgartúninu. Þangað hef ég komið 2-3 sinnum og í­ hvert skipti orðið undrandi á massí­vum parketunum, leðurhúsgögnum og dýrum listaverkum á flennistórum veggjum í­ stórum herbergjum. íður en Efling reisti höllina, á einhverjum eftirsóttasta stað í­ bænum, minnir mig að hluti starfseminnar hafi verið í­ Skipholtinu. Mér skilst að einhver fjárfestingarbankinn hafi flutt inn í­ það húsnæði og ekki séð ástæðu til að breyta neinu. Hvaða skilaboð er verkalýðsfélag að senda með svona hegðun?

# # # # # # # # # # # # #

Til skamms tí­ma fékk ég aldrei umgangspestir. Nokkur ár gátu liðið milli þess að ég fengi svo slæma flensu að ég þyrfti að leggjast í­ bælið nema dagspart.

Á vetur, eftir að Ólí­na byrjaði á leikskólanum, hef ég hins vegar fengið hverja pestina á fætur annarri. Lá t.d. heima í­ gær með dúndrandi hausverk og öll vit stí­fluð af kvefi.

Barnið smitar mig af öllum þessum óværum – nær væri að láta hana smita Moggabloggið!