Á Morgunblaðinu er sagt frá því að eitthvert byggingarfélag vilji rífa SíF-geymslurnar vestur í bæ og reisa 150 íbúðir, þar á meðal tólf hæða turn. Nágrannarnir eru skiljanlega foxillir. Ætli hér sé ekki á ferðinni sú gamalkunna brella í byggingabransanum að kynna skipulagshugmynd upp á 3-4 hæðum meira en ætlunin er að reisa. Svo dregur fyrirtækið í land, byggir átta hæða turn og borgarfulltrúar geta látið eins og um Salomónsdóm sé að ræða?
Það verður reyndar synd að sjá eftir SíF-geymslunum. Ég vann 2-3 sumur hjá SíF. Fyrst þegar ég var 11-12 ára (hvað ætli vinnueftirlitið segði við því núna). Það var frábær reynsla og mjög þroskandi fyrir smápjakk að vinna við hliðina á fullorðnu fólki.
Ekki man ég hvað ég var gamall í annað skiptið mitt hjá SíF eða hvort það var í heilt sumar. Líklega hef ég verið svona 15 ára. Síðasta skiptið mitt var svo sumarið eftir fyrsta bekk í menntó. Þá losnaði skyndilega pláss í nokkrar vikur sem ég greip fegins hendi. Starfið var reyndar afar leiðingjarnt. Þannig var mál með vexti að SíF hafði látið prenta saltfisksumbúðir fyrir c.a. 20 kíló, en þeir voru með merki fyrirtækisins og áletruninni „Islandia“.
Á ljós kom að „Islandia“ var skráð vörumerki annars matvælaframleiðanda á ítalíu. Ég var því settur í það við annan mann að taka hverjar einustu umbúðir fyrir ítalíumarkaðinn og líma bláa límmiða yfir textann.
Ég á eftir að kveðja gömlu saltfisksgeymslurnar með nokkrum söknuði.
# # # # # # # # # # # # #
ímsir stjórnarsinnar slógu á dögunum upp fregnum af rannsókn Ragnars írnasonar og töldu þær grafa undan niðurstöðum Stefáns Ólafssonar varðandi ójöfnuð á Íslandi. Fín grein á Vefritinu bendir á að sú túlkun byggir á talsverðum misskilningi. Holl lesning.
# # # # # # # # # # # # #
Nú gengur í garð helgi boltaíþrótta og átveislna. Á kvöld er matur og skemmtidagskrá í Friðarhúsi. Á morgun og hinn eru handboltaleikir – og Luton tekur á móti Blackburn í enska bikarnum um hádegisbilið á morgun. Nú er glatt á hjalla!
# # # # # # # # # # # # #
Ef ég væri hagyrtur gæti ég samið mergjaðar níðvísur um Moggabloggið. Óska eftir níðvísum í athugasemdakerfið. Limrur og hækur sérstaklega vel þegnar.