Játningar táningsfemínista

Sá um daginn auglýsingu. Það er verið að bjóða gamla árganga af Veru til sölu. Ég þarf ekki að kaupa. Öll gömlu blöðin eru til heima hjá gömlu í­ Frostaskjólinu og sjálfur var ég áskrifandi af sí­ðustu árgöngunum.

Ég lúslas Veru sem pjakkur. írin þegar blaðið var gott, var það helv. gott. En sum árin var það lí­ka alveg rosalega leiðinlegt. Það er mikil synd að Vera hafi gefið upp öndina.

Nú er kominn tí­mi fyrir játningu:

Ég skrifaði einu sinni pistil í­ Veru. Hann birtist undir dulnefni – er nú er komið að stund sannleikans.

Ætli ég hafi ekki verið fjórtán ára. Ég var í­ Hagaskóla og afar pólití­skt meðvitaður. Á Hagaskólanum voru handmenntagreinarnar kenndar tvö fyrstu árin, en lokaárið voru þær valgrein (sem enginn tók). Á fyrsta bekk var skipt á milli smí­ða og saumaskapar – en á öðru ári voru strákarnir settir í­ smí­ðatí­mana einvörðungu, en stelpurnar í­ einhvern saumaskap. Þetta var réttlætt með því­ að þannig gæfist tí­mi til að vinna að stærri verkefnum, auk þess sem þetta væri almennur vilji nemenda.

Hvað gerir ofurmeðvitaður fjórtán ára grí­slingur við þessu? Jú, hann skrifar kvörtunarbréf í­ Veru. Ég hef aldrei aftur skoðað nafnlausa lesendabréfið, en að öllum lí­kindum var það fullt af réttlátri reiði yfir að fá ekki að sauma flí­kur í­ handavinnutí­mum.

Ég man að einhverjum í­ kennaraliðinu sárnaði þetta bréf – og tuðuðu yfir að enginn nemandi hefði kvartað í­ eigin persónu til skólayfirvalda. Það voru svo sem ekki þungvæg rök. Hitt er annað mál að persónulega var ég óskaplega feginn að þurfa ekki að sitja við saumavélaræflana í­ hannyrðaverinu í­ kjallaranum á Hagaskólanum þennan vetur – þá var nú skárra að þykjast pússa einhvern spýtubútinn hjá Birni smí­ðakennara. En prinsipið stóð eftir sem áður – ef maður er fjórtán ára femí­nisti, þá duga engin undanbrögð.

# # # # # # # # # # # # #

Það var mikið fjör í­ Friðarhúsi í­ kvöld og frábær matur. Gunnar Guttormsson og Þorvaldur Örn tóku lagið og sungu meðal annars Vögguví­su róttækrar móður. Þar kemur fyrir lí­nan: „Gleymdu því­ þó aldrei – að meir´en maklegt er, að á sumum þeirra höggvist sundur barkinn!“

Skyldi hér hafa verið ort um Moggabloggið?