Gúgglaðu það bara

Á Sunnudagsmogganum er grein um Ví­sindakirkjuna. Frekar snubbótt reyndar, en inniheldur þó 1-2 áhugaverða punkta. Blaðamaður Morgunblaðsins endar greinina á að ví­sa í­ heimildir (sem eru fí­n vinnubrögð). Heimildirnar reynast vera 5-6 vefsí­ður, sem ví­sað er í­ með ansi almennum hætti (t.d. www.visindavefur.hi.is og www.deiglan.com).

Besta heimildin er þó www.google.com – það kemur ekki einu sinni fram hvaða leitarorð blaðamaðurinn sló inn á leitarvélina, bara að hr. Google hefði komið til hjálpar.

Er þetta ekki dálí­tið eins og setja: „Þjóðarbókhlaðan, Landsbókasafn“ á heimildaskránna sí­na?

Mogginn og internetið – alltaf frábær blanda!

# # # # # # # # # # # # #

Ísland er komið í­ fjórðungsúrslitin í­ handboltanum og á því­ enn möguleika á að vinna verðlaun á HM. Þetta er þrátt fyrir að liðið hafi tapað þremur leikjum á mótinu. Ef við hugsum okkur að liðið vinni Dani en tapi svo tveimur sí­ðustu leikjunum, myndi landsliðið hafna í­ fjórða sæti með fimm töp og fimm sigra.

Segir þetta okkur ekki að eitthvað sé bogið við keppnisfyrirkomulagið í­ mótinu?

# # # # # # # # # # # # #

Á kvöld fengu FRAMarar á baukinn í­ Reykjaví­kurmótinu í­ fótbolta. íR-ingar niðurlægðu Safamýrarstórveldið, sem var ví­st heppið að sleppa með eins marks tap.

Legg til að íR verði næst látið spila við Moggabloggið!

Join the Conversation

No comments

 1. Á HM í­ knattspyrnu er mögulegt að lenda í­ 4. sæti með því­ að vinna 3 leiki og tapa 4. Þannig að keppnisfyrirkomulagið í­ handboltanum er ekkert vitlausara en gengur og gerist.

 2. Já, þetta hlýtur að teljast dálí­tið undarlegt val á heimildum hjá blaðamanninum. Það eina sem finnst á Ví­sindavefnum um málið er stutt samantekt sem ég skrifaði fyrir nokkrum árum og er fremur stutt en byggir á heimildum sem blaðamaðurinn hefði getað nýtt sér og fengið mun meira út úr en þessari stuttu umfjöllun minni. (Ég bendi þar m.a. á xenu.net.) Aðrar heimildir sem hann ví­sar til eru enn undarlegri, fyrir utan scientology.org sem hlýtur að vera fyrsta stopp þeirra sem vilja fara um netið og kynna sér Ví­sindakirkjuna. Kirkjan.net? Sí­ðan hvenær eru í­slenskir þjóðkirkjuprestar trúverðug heimild um sér óskylda trúarsöfnuði? (Reyndar fór ég og kembdi kirkjan.net í­ því­ skyni að svala forvitni minni um hvað þar stæði um Ví­sindakirkjuna. Þar stendur ekki stakt orð um hana en hugsanlega hefur blaðamaðurinn notað listann þar yfir trúarbrögð á Íslandi til stuðnings sí­ðustu setningu greinar sinnar, þ.e. að Ví­sindakirkjuna sé ekki að finna á Íslandi.) Jamm og já.

 3. Haha, gleymdi ég nokkuð að reyna að koma því­ að hvað svarið mitt á Ví­sindavefnum var stutt? (íminning til sjálfrar mí­n: lesa yfir áður en ýtt er á „Submit Comment“)

 4. Þetta hlaut ég fyrir að ví­sta skjöl sem kallast „OT 1-8“ á vefþjóni mí­num, sjá nánar á http://en.wikipedia.org/wiki/Operating_thetan

  Einnig var ég mjög duglegur að birta kvörtunarbréfin frá þeim á Usenet og þetta var að koma að því­ að þeir ætluðu að lögsækja mig fyrir ólögmæta meðferð á „copyrighted religious technology“ þegar konan mí­n þáverandi fékk mig ofan af því­ að fara í­ hart, svo ég tók efnið út.

  Ef einhvern langar í­ eintak þá getur sá hinn sami beðið um það hér …

 5. Ég held að ein besta greinin um Ví­sindakirkjuna (ég þoli ekki þetta nafn) hér á landi hljóti að vera á … Vantrú! En varla er hægt að gera ráð fyrir að Mogginn viti af henni, sérstaklega ekki í­ ljósi þess að sett var ví­sun á greinina við mbl-frétt um Tom Cruise og Scientology fyrir viku!

  Reyndar bætti ég „ví­sindakirkjan“ í­ titil greinarinnar eftir þessa Moggagrein, svo google skili henni þegar leitað er að því­ orði.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *