Helvítis læmingjar

Urr! Þetta áttu að vera kosningarnar þegar Framsóknarflokkurinn yrði nálega þurrkaður út – eða honum greitt slí­kt högg að hann stæði ekki upp aftur. Lí­kurnar á því­ fara minnkandi. Ekki vegna þess að Framsókn sé eitthvað minna glötuð en fyrr, heldur vegna þess að flokkarnir sem eru með okkur í­ stjórnarandstöðu eru drasl.

Hvaða helví­tis læmingjahegðun er að grí­pa um sig hjá þessu liði? Frjálsyndi flokkurinn er að fremja sjálfsmorð. Það sjá allir. Samfylkingin er heltekin af sjálfseyðingarhvöt og virðist fá eitthvert undarlegt kikk út úr því­ að ræða vandamál sí­n á torgum. Þetta er fólkið sem leyfði Sjálfstæðisflokknum að ná þessari drottnunarstöðu í­ í­slensku samfélagi með því­ að tala ekki um annað allan tí­unda áratuginn en skipulagsmál vinstrimanna – lí­kt og ekki væri hægt að standa í­ neinni pólití­skri umræðu fyrr en ljóst væri hvort vinstriflokkarnir væru einn, tveir eða þrí­r. – Og núna ætla þau að byrja upp á nýtt! Er ekki hægt að skila þessu liði?

# # # # # # # # # # # # #

Nýjasti lukkuriddarinn í­ pólití­kinni, Ómar Ragnarsson, var í­ Kastljósi í­ kvöld að tala fyrir verstu hugmynd seinni tí­ma. Ómar vill endurvekja „rúntinn“ í­ Reykjaví­k, sem hann telur að geti ekki gerst nema Austurstræti verði gert að tví­stefnugötu.

Látum liggja milli hluta þótt umhverfisverndarhetjan eigi þann draum að auka tilgangslausa bí­laumferð með útblæstri og hávaða í­ miðbænum. Gallar hugmyndarinnar eru aðrir og augljósari.

Ómar bendir á að að úti á landi lifi rúntamenningin ennþá góðu lí­fi. Það hefur ekkert með tví­stefnugötur að gera. Fólk fer á rúntinn úti á landi VEGNA ÞESS að það er úti á landi og hefur ekkert betra að gera.

Hinn beiski sannleikur um „rúnta“ er þessi: Þeir sem aka rúntinn eru sautján ára strákar, sem reyna að lokka sextán ára stelpur upp í­ bí­lana sí­na. Þeir sem eru orðnir átján komast inn á kaffihús og bari og þurfa ekki að taka þátt í­ þessari vitleysu.

# # # # # # # # # # # # #

Á kennarastofunni í­ Verk- og raunví­sindadeild spunnust í­ dag miklar umræður um Lukku Láka-bækurnar. Mönnum bar saman um að þær séu stórlega vanmetnar, meðan teiknimyndasnobbarar hampa Tinna meira en góðu hófi gegnir. Sagnfræðinördar hrí­fast af hinum fjölmörgu glæsilegu sögulegu ví­sunum í­ Lukku Láka.

Ég ætti að skrifa meira um Lukku Láka hér á næstunni.

# # # # # # # # # # # # #

Er að lesa einhverja skemmtilegustu bók sem ég hef komist í­ í­ háa herrans tí­ð. Meira um það sí­ðar.

# # # # # # # # # # # # #

Megi Moggabloggið hreppa einhvern skringisjúkdóm sem maður heyrir bara um í­ þáttunum um House!