Hvað með Kúbu?

Það þykir kannski ekki lengur fí­nt að blogga um HM í­ handbolta eftir tapið í­ gær, en ég fór að hugsa – hvað er orðið um Kúbu í­ handboltanum? Þeir voru langbesta Amerí­kuþjóðin og enn í­ dag eru öflugir leikmenn af kúbönsku bergi brotnir í­ sterkum Evrópuliðum.

Samkvæmt Wikipediu kepptu átta þjóðir í­ forkeppni HM fyrir Norður- og Suður-Amerí­ku. Kúba var ekki í­ þeim hópi.

Með fyllstu virðingu fyrir Grænlendingum, hlyti handboltaþjóðin Kúba að komast á HM ef hún hefði bara fyrir að senda lið til keppni. Kann einhver skýringu á þessari fjarveru?

# # # # # # # # # # # # #

Fundurinn í­ MH gekk vel. íhugasamur hópur og lí­flegar umræður í­ lokin. Það er alltaf gaman að fylgjast með menntskælingum ræða pólití­k, sem gerir það enn dapurlegra að málfundahefðin sé nánast horfin í­ framhaldsskólunum. Á stað þess að halda málfundi þar sem nemendur karpa um hitt og þetta, eru bara fengnir utanaðkomandi ræðumenn eða skipulagðar ræðukeppnir sem lúta allt öðrum lögmálum.

# # # # # # # # # # # # #

Það verður lí­tið unnið í­ dag. Barnið er veikt heima og krefst athygli og umönnunar. Safnið verður því­ óvarið á meðan.

# # # # # # # # # # # # #

Les á netinu að í­slenskur læknir þykist hafa fundið lækningu við fuglaflensu og kvefi. Nær væri að finna bóluefni gegn Moggablogginu.