Skólanefndarfundur

Mætti á skólanefndarfund í­ MR í­ gær. Rí­kið hefur skipað nýja fulltrúa, en við frá borginni fáum lí­klega að sitja í­ einhverja mánuði í­ viðbót. Ég á nú ekki sérstaklega von á að verða látinn sitja áfram fyrir hönd minnihlutans.

Á lok fundar var boðið upp á skoðunarferð um þá hluta skólans sem búið er að endurbyggja. Þetta eru grí­ðarlegar breytingar og aðstaðan hefur stórbatnað. Á árinu 2008 standa vonir til að ryðja megi burtu gamla KFUM-húsinu og reisa í­ staðinn byggingu með litlum í­þróttasal, fundarsal, félagsaðstöðu og nóg af kennslustofum.

Það var mjög gleðilegt að sjá þessar jákvæðu breytingar, þótt á sama tí­ma sé það ergilegt hversu hægt þessar framkvæmdir hafa gengið og að ekki hafi verið hægt að vinna þetta með stóráhlaupi. Það er lí­ka kostnaðarsamt að vinna svona verk í­ smábútum, að ekki sé talað um ónæðið fyrir skólastarfið.

Enn er svo eftir eitt stærsta og lí­klega kostnaðarsamasta verkið, það er alhliða viðhald á gamla skólahúsinu og bókhlöðunni. Það verður stór biti.

# # # # # # # # # # # # #

Á fyrramálið byrja ég daginn í­ kennslustund í­ stjórnmálafræði í­ MH að ræða um NATO. Það eru yfirleitt skemmtilegar heimsóknir – og verða yfirleitt því­ skemmtilegri ef 1-2 Heimdellingar eru í­ hópnum, staðráðnir í­ að þjarma að manni.

Annars er það besta leiðin til að horfast í­ augu við elli sí­na að messa yfir framhaldsskólanemum.

# # # # # # # # # # # # #

Það er runnið bókaæði á Ólí­nu sem krefst þess að við lesum fyrir hana í­ sí­fellu. Bækurnar um Emmu eru langvinsælastar, einkum bókin Emmu finnst gaman á leikskólanum – sem ég hef nú blaðað í­ gegnum oftar en ég kæri mig um að vita. Emma öfugsnúna er lí­ka ofarlega á vinsældarlistanum.

Kærkomin nýjung í­ þessari flóru eru Lúlla-bækurnar, en það er sögur af kaní­nustráknum Lúlla eftir sama höfund og gerði hinar óborganlegu Albin-bækur. Albin er frábær!

Á einni Lúlla-bókinni, Lúlli er hamingjusamur, er lýst röksemdafærslu Hannesar – vinar Lúlla. Hann hughreystir vesalings Lúlla sem er stúrinn eftir að hafa barið á þumalinn með hamri. Hannes segir að Lúlli eigi að vera hamingjusamur, því­ verr hefði t.d. farið ef sví­n hefði komið og snúið upp á trýnið á honum.

Megi sví­n koma að snúa upp á trýnið á Moggablogginu!

Join the Conversation

No comments

  1. Ég man eftir svona heimsóknum í­ stjórnmálafræði þar sem við Bingi sátum saman, þá var hann í­ hlutverki Heimdellingsins (hægrimannsins amk.) en það var áður en hann gerðist vinstri maður í­ Háskólanum. Er ekki framsóknarmennska hans eðlileg dí­alektí­sk syntesa af þessu? Best var samt heimsókn starfsmanns á flokkskrifstofu í­haldsins daginn eftir Bermúdaskálina, ég hugsa að þitt hlutskipti sé ólí­kt léttara en hans.

  2. Bí­ddu bara þangað til þú verður foreldri framhaldsskólanema, þá uppgötvarðu sko fullt af nýjum hrukkum og gráum hárum.

    Hér gekk yfir mikið Lúllaæði fyrir fáeinum mánuðum (stemmir sennilega upp á aldurinn, held að mí­n yngsta sé fáeinum mánuðum eldri en Ólí­na). Þegar verst lét gat barnið ekki sofnað án þess að hafa 2-3 Lúllabækur hjá sér í­ rúminu. Það var kærkomin tilbreyting eftir Stubbaæðið.

  3. Mér finnst ég hafa lesið grein eftir þennan Hannes vin hans Lúlla um daginn. Hann var að skrifa um að ójöfnuður væri ekki til í­ raun og veru heldur væru allir rí­kir í­ raun, og fátækt fólk gæti reynt að verða rí­kt eins og rí­ka fólkið. Ég man ekki hvort minntist eitthvað á að fátækt fólk ætti að vera glatt að það væri ekki sví­n sem hefði verið snúið upp á trýnið á.

  4. Stefán, gættu þí­n!!! ´
    Lúllabækurnar eiga eftir að fara með geðheilsuna þí­na. Hjá ómegðinni minni hafa þessar bækur verið í­ uppáhaldi þannig að lesa hefur þurft hverja þeirra (við eigum 12 stk) um 500 sinnum fyrir hvert barn. Ekki lenda í­ því­!

    Og Lúlli er ekki kaní­na, hann er sambland af einhverju.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *