Fórum í gær ásamt mömmu og pabba og átum á Icelandic Fish & Chips í Tryggvagötu. Eins og nafnið á staðnum er fráhrindandi, er maturinn ágætur. Verðið er lágt og allur maturinn svo óskaplega heilsusamlegur og lífrænn að manni finnst maður verða heilnæmari við það eitt að lesa matseðilinn. Ólína kunni því vel að krota …
Monthly Archives: janúar 2007
Kvennaboltinn
Það er líf og fjör á póstlista Femínistafélagsins vegna framboðs Höllu til formanns KSí. Það er þó greinilegt af umræðunum að þátttakendurnir í þeim eru mjög misvel með á nótunum í málefnum fótboltans. Â Forysta KSÁ fær á baukinn í þessum skrifum, einkum fyrir að sinna kvennaboltanum illa en hlaða undir rassinn á körlunum. Margt …
Alí
Sýn endursýndi í kvöld heimildarmynd um ævi Múhameðs Alí. Er það ekki flottasti íþróttamaður sögunnar? Mér dettur enginn annar í hug. Maradona vann náttúrlega ótrúleg afrek á fótboltavellinum, en ef frammistaðan utan vallar er tekin með í reikninginn hefur Alí vinninginn. # # # # # # # # # # # # # Kolbeinn …
Pestin
Barninu tókst að smita foreldra sína af magakveisu. Á einhvern óskiljanlegan hátt tókst að drösla Ólínu á leikskólann í gærmorgun og síðan lögðumst við Steinunn í bælið. Raunar þurfti ég að berja mig í kennslu í Rafheimum og í Háskólanum, en lá annars og skalf. Guðmundur mágur kom í heimsókn seinnipartinn og tók að sér …
Svona á að gera þetta!
Hægrisinnaðir þjóðernissinnaflokkar á Evrópuþinginu hafa myndar regnhlífasamtök innan þingsins. Frá þessu hefur verið sagt í flestum blöðum og almennt ef mönnum nú ekki skemmt. The Independent er ekkert að skafa utan af hlutunum, enda blaðið oft með einhverjar bestu fyrirsagnir breskra blaða. Á forsíðunni stendur með hástöfum yfir alla síðuna: GYPSY-HATERS HOLOCAUST-DENIERS XENOPHOBES HOMOPHOBES ANTI-SEMITES …
Svipan
Ég þreytist ekki á að hrósa Tímaritavef Landsbókasafnsins, sem er að opna heilan heim fyrir sagnfræðingum og söguáhugafólki. Stöðugt fjölgar blöðunum sem þarna er að finna og með tímanum verður vonandi komin virk orðaleit á mestallan tímaritakostinn, líkt og nú má beita á nokkur blöð. Það eru þó nokkur atriði sem betur mættu fara á …
Beckham í BNA
David Beckham, varamaður í mistæku Real Madrid-liði er að flytja til Bandaríkjanna þar sem hann ætlar að spila fótbolta í deild sem varla kæmist á lista yfir 20 bestu deildarkeppnir í heimi. Að sjálfsögðu ætlar allt vitlaust að verða yfir þessum stórtíðindum. Egill Helgason bendir réttilega á fáránleika þessa. Ég get þó ekki verið sammála …
Þorgils Óttar
Baldur bekkjarbróðir minn og stórvinur í Melaskólanum sankaði að sér íþróttavörum. Þegar við vorum ellefu eða tólf ára pattar eyddum við löngum tíma í Spörtu, Boltamanninum og fórum jafnvel í Útilíf í Glæsibæ til að skoða alls konar fótboltaskó, treyjur, bolta o.s.frv. Ég eyddi sparifénu í teiknimyndasögur. Baldur hamstraði hins vegar takkaskó, tennisspaða og átti …
Bloggbók
Fyrir nokkrum árum, þegar bloggið var farið að vekja athygli sumra fjölmiðlamanna sem sérkennilegur menningarkimi (löngu áður en hálf stéttin byrjaði að blogga í sömu vikunni og áleit fyrirbærið það svalasta sem fram hefur komið síðan Mondays tóku Kinky Afro) ákvað eitthvert bókaforlagið að nýta sér hæpið og auglýsa „fyrstu bloggbókina“. Það var bókin „Vaknað …
Jólatré
Rétt eftir þrettándann ár hvert keyra starfsmenn Reykjavíkurborgar um göturnar og hirða jólatré sem íbúarnir skilja eftir fyrir utan heimili sín. Þetta gerist yfirleitt svona 8.-9. janúar. Á kjölfarið eru svo sagðar fréttir af þessari hreinsun – sem verður til þess að silakeppirnir sem ekki nenntu að taka niður tréð á þrettándanum rjúka til og …