Eins og höfðingi í Automobil…

Gömul sendibréf eru frábær skemmtun. Eftirfarandi tilvitnun er úr bréfi sem Steinþór langafi minn sendi þáverandi heitmey sinni Svanhildi Bjarnadóttur (sem dó langt fyrir aldur fram). Bréfið er sent frá Kaupmannahöfn til Flateyrar 11. október 1912. Langafi er stúdent við Kaupmannahafnarháskóla sem reynir að sannfæra kærustuna um að láta slag standa og flytja til Hafnar. …

Herr Flick

Um sí­ðustu helgi missteig ég mig illilega á hálkubunka og er aumur í­ ökklanum á eftir. Ökklinn var orðinn bærilegur á þriðjudaginn, þangað til að ég álpaðist í­ fótbolta. Á morgun var hann svo orðinn þokkalegur aftur, þangað til að ég álpaðist aftur í­ fótbolta. Núna geng ég eins og Herr Flick of the Gestapo …

Hússjóðir stjórnmálaflokka

Frambjóðandinn í­ kosningu Framsóknarmanna í­ NA-kjördæmi, sem lofaði að borga 2 milljónir í­ hússjóð flokksfélaganna á Akureyri, hefur rækilega komist í­ fréttirnar. Einhverjir hafa velt því­ fyrir sér hvort þetta teljist mútur og þannig siðferðislega á gráu svæði. Mér finnst hins vegar áhugaverðara að velta fyrir mér þessu loforði í­ ljósi væntanlegra laga um fjármál …

GB, 2. kvöldið

íi, ái, ái. Á gær gerðist það í­ þriðja sinn í­ sögu Spurningakeppni framhaldsskólanna að lið náði ekki nema tveimur stigum. Það var Iðnskólinn í­ Hafnarfirði sem mátti upplifa þennan skell. Ég þekki fólk sem slekkur á útvarpinu þegar svona lagað gerist. Það er einfaldlega afleitt útvarpsefni að hlusta á lið engjast með þessum hætti. …

GB kvöldsins

Þriðjudagskvöld eru fótboltakvöld, svo það er harla ólí­klegt að ég nenni að blogga í­ kvöld um úrslit dagsins í­ GB. Þetta verða hins vegar þrjár athyglisverðar viðureignir. MS mun vafalí­tið vinna Grundfirðinga án teljandi vandræða. Spurningin er bara hvort MS-liðið verði almennilega sjónvarpstækt? Ari Gunnar, sem verið hefur í­ liðinu sí­ðustu 2-3 árin ber það …

GB, fyrsta kvöldið

Keppnin fer vel af stað hjá Daví­ð Þór. Liðin í­ kvöld voru ekki sérstaklega sterk, en aðeins eitt þeirra fór niður fyrir tí­u stigin. Það er ásættanlegt. Það er reyndar erfitt að leggja mat á það hvernig dómari Daví­ð verður á grunni þessara viðureigna. Spurningarnar voru mjög hefðbundnar, enda er raunin yfirleitt sú að útvarpshlutinn …