Jæja, þá vænkast hagur nörda í kvöld. Spurningakeppni framhaldsskólanna byrjar á Rás 2 og fyrstu umferðinni verður rumpað af á fimm kvöldum – sem mér finnst nú í það stífasta. Ég er spenntur að sjá hvernig Davíð Þór stendur sig í dómarahlutverkinu og mun að sjálfsögðu halda úti GB-bloggum til að rýna í keppnina. Þykist …
Monthly Archives: janúar 2007
Minningar úr Abl.
Páll Vilhjálmsson bloggar um störf sín á flokksskrifstofu Alþýðubandalagsins. Það er talsvert mikið til í þessari færslu.
Enski bikarinn
Viðureign QPR og Luton um helgina var epískur stórleikur, sem vænta mátti. Úrslitin urðu 2:2, þar sem gleiðilegustu tíðindin voru kannski þau að Warren Feeney skoraði í annað sinn á skömmum tíma. Markaþurrð hans var búin að vera með ólíkindum síðasta árið. Jafnteflið þýðir að liðin mætast aftur, en því miður fóru það margar viðureignir …
Serjós
Ef Serjós verður bannað á grundvelli einhverra Evróputilskipana, þá mun ég stofna samtök til að berjast fyrir uppsögn EES-samningsins. Eru engin takmörk fyrir fúlmennskunni? Hvað í ósköpunum á ég að éta morgnanna hér eftir? Hvers vegna gerir ESB ekki eitthvað nytsamlegra – eins og að berjast gegn Moggablogginu?
Undir hamrastáli
Ein þeirra bóka sem ég hraðlas um mánaðarmótin nóvember/desember var endurminningabókin Undir hamrastáli, þar sem séra Sigurjón Einarsson rekur uppvaxtarsögu sína og rifjar upp gamlar sögur úr Arnarfirði. Það var erfitt að njóta lestursins í öllum þessum flýti. Núna er ég hins vegar að lesa bókina á nýjan leik og kann vel að meta. Óhætt …
Leikhús
Var að átta mig á því að við Steinunn fórum ekkert í leikhús á seinni hluta síðasta árs. Eitt af markmiðum ársins hafði einmitt verið að gera meira af því. Það tókst reyndar á vormisserinu, en svo sprungum við á limminu. Við þetta verður ekki unað, enda talsvert af sýningum sem ekki má missa af. …
Góður
Mark Steel er góður að venju: That’s all slightly embarrassing, then, that the Iraqi government we’re desperate to hand power to is made up of people who wear hoods and use their mobiles to take pictures of violence so they can show them to their mates. If they were in Britain, instead of putting them …
Síðbúið tuð
Það er kannski fullseint í rassinn gripið að kvarta yfir sjónvarpsdagskrá gamlárskvöldsins núna, en ég held að ég láti samt vaða: hvaða rugl var eiginlega í gangi hjá erlendu deildinni á fréttastofu Sjónvarpsins? Það er gömul hefð að sýndur sé á gamlárskvöld annáll með helstu erlendu fréttum ársins. Það var ekki gert að þessu sinni. …
Þingmannaveikin
Þingmannaveikin er furðualgengur sjúkdómur, sem þó er hvergi getið um í handbókum lækna og hjúkrunarstarfsfólks. Engu að síður er um þrálátan kvilla að ræða, sem getur valdið viðkomandi sjúklingum, en þó jafnvel fremur fjölskyldu og vinum hans/hennar miklu hugarangri. Þingmannaveikin er barnasjúkdómur. Það þýðir að sá sem fær veikina ungur að árum, á meiri líkur …
Forsögulegur bloggari?
Egill Helgason segist ekki vera bloggari. Rök hans eru þessi: Sögu mína á internetinu má rekja til 1. febrúar árið 2000, sem er sirka fimm árum áður en bloggið var fundið upp. Þar af leiðandi get ég ekki verið bloggari. Þessi röksemdafærsla er ágæt eins langt og hún nær, en skapar önnur skilgreiningavandamál. Sjálfur byrjaði …