MK:FG

Á gær horfði ég loksins á spurningakeppnina frá föstudagskvöldinu. Ég var bara ánægður með spurningarnar og svarhlutfallið var fí­nt. Daví­ð og Steinunn Vala lentu í­ miklum vandræðum með stigagjöfina eftir hraðaspurningarnar, sem tók furðulangan tí­ma að leysa úr. Lí­klega eru þau ekki með nægilega gott merkingakerfi – í­ það minnsta man ég ekki eftir svona …

Radio Situation

Jón Knútur fer óvirðulegum orðum um hljómsveitina Bubbleflies á blogginu sí­nu. Það hefði hann ekki átt að gera. Til að vera örugglega með upphafslí­nuna í­ Strawberries rétta, reyndi ég að gúggla textanum. Svo virðist vera sem engum tölvunirði hafi enn dottið í­ hug að skella Bubbleflies: collected works á netið. Til að dobbúltékka frasann: „This …

Sagan öll

Um daginn gerðist ég áskrifandi að nýja tí­maritinu hans Illuga Jökulssonar, Sagan öll. Þetta er í­ raun sagnfræðiútgáfan af Lifandi ví­sindum. Ég er harla ánægður með þetta fyrsta blað. Þetta mun höfða til mjög breiðs hóps. Sjálfur tel ég mig vel heima í­ sagnfræðinni, en fann margt fróðlegt. Ef ég hefði verið tólf ára, hefði …

Á þremur stöðum í einu

Á dag/kvöld þyrfti ég að vera á þremur stöðum í­ einu. Þar sem við búum ennþá við kapí­talí­skt þjóðskipulag mun ég halda mig við það sem ég fæ greidd laun fyrir að gera. Á fyrsta lagi er landsfundur VG um helgina. Á kvöld verða almennar stjórnmálaumræður. Þeim sleppi ég. Annað kvöld verður landsfundagleðin, þá verð …

Mogginn og netið

Á dag ákvað Mogginn að sniðugt væri að birta lykilorð allra þeirra sem skráðir væru á Moggabloggið. Þetta var ekkert sérstaklega vinsælt hjá sumum Moggabloggurum, sem höfðu valið sér sömu lykilorð þarna og á netbankanum sí­num, hotmailnum og ég veit ekki hvað. Stærri menn en ég hefðu að þessu tilefni sagt: „Sagði ég ykkur ekki?“ …

Búningurinn

Á dag er öskudagur og þess vegna mætti Ólí­na í­ grí­mubúningi í­ skólann. Hún er hvorki prinsessa né sjóræningi, heldur Holland. Hún er sem sagt lí­til, græn og þakin af skjöldóttum mjólkurkúm. Við sendum hana sem sagt í­ náttfötum. Ég skammast mí­n ekki vitund fyrir að hafa ekki farið í­ einhverja leikfangabúðina og keypt öskudagsgalla …

Vítisenglar

Á febrúar 2002 var hópur danskra ferðalanga – sem sumir hverjir voru félagar í­ Ví­tisenglum – stoppaður í­ Leifsstöð. Þessi aðgerð mæltist vel fyrir og löggan fékk hrós í­ leiðurum blaðanna. Það voru mjög fáir sem voguðu sér að reifa önnur viðhorf en þau að handtökurnar hefðu verið hið besta mál. Hver sá sem vogaði …