Á dag fékk ég í hendur glænýja bók eftir David Edgerton. Hún heitir: The Shock of the Old. Technology and Global History since 1900. Þetta er bók sem tekur stórt upp í sig. Hún boðar nýja gerð tæknisöguritunar, þar sem áherslan verði færð af sjálfu uppfinningaferlinu en þess í stað könnuð útbreiðsla og almenn notkun …
Monthly Archives: febrúar 2007
Heimilisbókhaldið
Á kvöld var hringt í mig frá Félagsvísindastofnun. Ég lenti í úrtaki fyrir könnun á vegum Starfsmannafélags Reykjavíkur þar sem spurt var út í kaup og kjör og afstöðu til félagsins. Ég var í góðu skapi og allur hinn jákvæðasti. Þegar ég var spurður hvað ég teldi sanngjörn laun fyrir vinnuna mína, nefndi ég fyrst …
MK:FG
Á gær horfði ég loksins á spurningakeppnina frá föstudagskvöldinu. Ég var bara ánægður með spurningarnar og svarhlutfallið var fínt. Davíð og Steinunn Vala lentu í miklum vandræðum með stigagjöfina eftir hraðaspurningarnar, sem tók furðulangan tíma að leysa úr. Líklega eru þau ekki með nægilega gott merkingakerfi – í það minnsta man ég ekki eftir svona …
Radio Situation
Jón Knútur fer óvirðulegum orðum um hljómsveitina Bubbleflies á blogginu sínu. Það hefði hann ekki átt að gera. Til að vera örugglega með upphafslínuna í Strawberries rétta, reyndi ég að gúggla textanum. Svo virðist vera sem engum tölvunirði hafi enn dottið í hug að skella Bubbleflies: collected works á netið. Til að dobbúltékka frasann: „This …
Sagan öll
Um daginn gerðist ég áskrifandi að nýja tímaritinu hans Illuga Jökulssonar, Sagan öll. Þetta er í raun sagnfræðiútgáfan af Lifandi vísindum. Ég er harla ánægður með þetta fyrsta blað. Þetta mun höfða til mjög breiðs hóps. Sjálfur tel ég mig vel heima í sagnfræðinni, en fann margt fróðlegt. Ef ég hefði verið tólf ára, hefði …
Á þremur stöðum í einu
Á dag/kvöld þyrfti ég að vera á þremur stöðum í einu. Þar sem við búum ennþá við kapítalískt þjóðskipulag mun ég halda mig við það sem ég fæ greidd laun fyrir að gera. Á fyrsta lagi er landsfundur VG um helgina. Á kvöld verða almennar stjórnmálaumræður. Þeim sleppi ég. Annað kvöld verður landsfundagleðin, þá verð …
Lengi von á klofningi…
Á upphafi árs var því slegið upp að von væri á framboði aldraðra og öryrkja í þingkosningunum – og raunar tveimur fremur en einu. Nýjasta bloggfærsla Arnþórs Helgasonar bendir til að nú hafi annað framboðið klofnað. Líklega stefna þá þrír hópar að því að bjóða fram í maí. Enn er nokkuð til vors, svo ef …
Mogginn og netið
Á dag ákvað Mogginn að sniðugt væri að birta lykilorð allra þeirra sem skráðir væru á Moggabloggið. Þetta var ekkert sérstaklega vinsælt hjá sumum Moggabloggurum, sem höfðu valið sér sömu lykilorð þarna og á netbankanum sínum, hotmailnum og ég veit ekki hvað. Stærri menn en ég hefðu að þessu tilefni sagt: „Sagði ég ykkur ekki?“ …
Búningurinn
Á dag er öskudagur og þess vegna mætti Ólína í grímubúningi í skólann. Hún er hvorki prinsessa né sjóræningi, heldur Holland. Hún er sem sagt lítil, græn og þakin af skjöldóttum mjólkurkúm. Við sendum hana sem sagt í náttfötum. Ég skammast mín ekki vitund fyrir að hafa ekki farið í einhverja leikfangabúðina og keypt öskudagsgalla …
Vítisenglar
Á febrúar 2002 var hópur danskra ferðalanga – sem sumir hverjir voru félagar í Vítisenglum – stoppaður í Leifsstöð. Þessi aðgerð mæltist vel fyrir og löggan fékk hrós í leiðurum blaðanna. Það voru mjög fáir sem voguðu sér að reifa önnur viðhorf en þau að handtökurnar hefðu verið hið besta mál. Hver sá sem vogaði …