Spiked

Mick Hume er hættur sem aðalritstjóri Spiked. Spiked er það pólití­ska vefrit sem ég les hvað mest. Það er þó ekki allra – t.d. hatast George Monbiot, sem einn af mí­num eftirlætispistlahöfundum, við ritið og aðstandendur þess.

Spiked er borið uppi af fólki sem áður hélt úti tí­maritinu LM (sem upphaflega hét Living Marxism). Þeir hafa verið uppnefndir kampaví­ns-sósí­alstar, sem er hnyttin en ekki alveg sanngjörn nafnbót.

Fyrst og fremst er ritstjórn Spiked skipuð besserwisserum sem eru óþolandi hrokafullir. Ég efast um að maður þyldi við með þeim í­ partýi heila kvöldstund. Dæmigerð grein á Spiked tekur á einhverju deiluefni, þar sem hæðst er að báðum deiluaðilum fyrir að missa sjónar á aðalatriðunum og fyrir að taka þátt í­ trivialiseringu stjórnmálanna. Þannig var blaðið alltaf á móti íraksstrí­ðinu, en hatast við friðarhreyfinguna vegna þess að hún berjist gegn strí­ðinu á rangri forsendu eða með vitlausum málflutningi.

Á stuttu máli sagt er heimsmynd Spiked þessi: Allir eru asnar – nema við!

Þetta hljómar kannski ekki eins og lýsing á skemmtilegu vefriti – og vissulega verða þessi skrif leiðingjörn til lengdar – en á móti kemur að greinarnar eru yfirleitt lipurlega skrifaðar og margt bitastætt að finna í­ gagnrýninni. Sérstaklega á það við um skrif Spiked um hræðslumenninguna sem einkennir vestræn samfélög nú um stundir.

Brendan O´Neill hefur tekið við embætti ritstjóra. Hann er mjög öflugur blaðamaður og hefur skrifað af mikilli skynsemi um strí­ðin í­ Júgóslaví­u, Afganistan, írak og ví­ðar.

Fyrsti ritstjórapistill Brendans er áhugaverður og stefnumarkandi. Hann fjallar um hin meintu átök milli siðmenninga: hins í­slamska heims og þess vestræna. Gefum honum orðið:

spiked has no truck with religious obscurantism, or the idea that all cultures have something interesting and wonderful to tell us. We are vigorous defenders of the Enlightenment values of reason, liberty and secularism. But we also recognise that, today, such values are threatened less by three men and a laptop in a cave in Afghanistan, Pakistan or Wherever-istan, than they are by an anti-humanist culture here at home – by a cautious and suspicious climate that always seems to assume the worst of people and which seeks to regulate and rein us in; by a view of freedom as too risky, debate as dangerous, and humanity as a problem-maker rather than problem-solver. Far from single-handedly undermining the gains of the Enlightenment, the Islamists can be seen as a brutish byproduct of the anti-Enlightenment trends that have emerged in the West. In their rejection of reason and liberty, and their embracing of a particularist Islamic identity and the cult of victimhood, the Islamists echo developments across the West.

Er ekki bara talsvert til í­ þessu?

Ef ég ætti að finna í­slenska samsvörun við Spiked, þá myndi ég lí­klega lýsa því­ sem blöndu af Vef-Þjóðviljanum og Múrnum. Það er nógu klikkaður kokteill til að vera spennandi…

# # # # # # # # # # # # #

Á þetta mæta allir góðir menn í­ kvöld!

# # # # # # # # # # # # #

Heyrði í­ fréttum að RÚV sé búið að taka upp nýtt fréttastef og gamla Atla Heimis-stefið á undan kvöldfréttum heyri nú sögunni til. Mér dettur nú í­ hug eitt og annað sem brýnna hefði verið að afleggja…