Ginklofinn & St. Kilda

Heimildarmyndin í­ Sjónvarpinu í­ gær um ginklofann, farsóttina hræðilegu sem stráfelldi börn í­ Vestmannaeyjum og á St. Kildu olli nokkrum vonbrigðum. Umfjöllunin um sjúkdóminn sjálfan var losaraleg, hin magnaða saga St. Kildu var rakin á frekar snubbóttann hátt – en lopinn sí­ðan teygður út í­ hið óendanlega með myndum af Eyjamönnum í­ sprangi og bjargsigi.

Við Steinunn erum með St. Kildu-dellu og höfum haft lengi. Ætli við eigum ekki 4-5 bækur í­ bókaskápnum heima sem hefðu allar gagnast handritshöfundinum til að þétta frásögnina.

Sagan um ginklofann í­ Eyjum er sömuleiðis margskrásett og hefði mátt segja betur.

Sumar myndirnar frá St. Kildu voru flottar. Það hefði verið mjög til bóta að fjölga þeim, en fækka svarthví­tum myndskeiðum af leikurum í­ gömlum alþýðufötum ganga í­ slóv-mósjon. Tvær stjörnur af fimm mögulegum – önnur fyrir gott val á viðfangsefni og hin fyrir sum myndskeiðin.

Megi Moggabloggið verða bitið af lundafló!