Jújú, ég veit að þessi umfjöllun Kastljóss um illa meðferð á Breiðuvíkurdrengjunum tekur á alvarlegu málefni sem mikilvægt er að ræða. En er virkilega nauðsynlegt að sýna hvern einasta viðmælanda bresta í grát?
Að sýna viðmælendur bugast eða láta undan geðshræringunni er áhrifaríkt – en það er vandmeðfarið og stutt í tilfinningaklámið.
Er ég kaldlyndur að finnast þetta? Kannski.