Á laugardaginn heldur félag um 18. aldar fræði málþing um bólusótt. Dagskráin er gríðarlega spennandi og ég stefni að því að sjá nokkra fyrirlestra.
Er að lesa mér aðeins til um bólusótt, svona til að hita upp. Viðurkenni þó að það er hálfónotalegt að lesa þetta á sama tíma og barnið liggur heima með hlaupabólu.
Það er stundum misauðvelt að búa til formælingar í garð Moggabloggsins sem tengjast efni bloggfærslanna minna – en ég held að það hafi þó aldrei verið jafnlétt og að þessu sinni: Megi Moggabloggið hreppa þá bitru bólusótt!
* * *
Viðbót: Rakst á frásögn um að 20 þúsund manns hefðu fallið í bólusóttarfaraldri á Íslandi á þrettándu öld, sem borist hafi með dönsku skipi. Heimildin fyrir þessu er sögð Edwardes, E.J. í British Medical Journa (1902)l, ii, s.27-30. – Hver skyldi vera upphaflega heimildin fyrir þessari dularfullu staðhæfingu?