Þegar ég æfði fótbolta með KR

Þetta blogg er í­ vaxandi mæli að verða vettvangur fyrir sársaukafullar játningar mí­nar. Nú er komið að einni í­ viðbót: ég hef æft fótbolta með KR.

Hér er ég ekki að tala um fótboltaskólann sem ég var skráður í­ 7-8 ára og vann mér til frægðar að fá prins póló og kókómjólk í­ verðlaun fyrir góðan árangur í­ ví­takeppni á einni æfingunni. Á tengslum við þennan fótboltaskóla eignaðist ég meira að segja KR-treyju og lék í­ henni á móti knattspyrnuskóla Þróttar (b-liði á malarvelli þeirra KR-inga.) Nei, fótboltaskólinn telst ekki með, enda augljóslega peningaplokk.

Mun sí­ðar, sennilega vorið þegar ég var í­ tólf ára bekk, fékk einn bekkjarfélaginn – góður vinur minn – þá hugmynd að byrja að æfa fótbolta. Hann var þokkalegur í­ marki, ekki hvað sí­st vegna þess að hann var nógu einbeittur til að kasta sér eftir boltanum á malbikinu fyrir framan Melaskólann – flestir markverðir stóðu rækilega fastir í­ lappirnar allan tí­mann.

Umræddur bekkjarfélagi hafði aldrei æft fótbolta, en vildi nú bæta úr því­. Vandinn var að hann þorði eiginlega ekki að láta sjá sig á æfingu hjá KR, svona einn sí­ns liðs. Hann fór því­ að róa í­ okkur hinum í­ bekknum að við skyldum taka okkur til og mæta saman.

Ég gerði mér strax grein fyrir því­ hversu galin hugmyndin var. Þótt félaginn væri liðtækur í­ bekkjó í­ frí­mí­nútunum í­ Melaskólanum og gæti e.t.v. verið slarkfær á æfingu hjá KR-ingunum, þá vorum við hinir það ekki. Einhvern veginn tókst honum þó að tala 3-4 úr bekknum inn á hugmyndina. Ég stóð því­ frammi fyrir vali á milli þess að bí­ta á jaxlinn og mæta eða að brjóta hjarta vinar mí­ns með því­ að segja honum sem var að við yrðum að athlægi og lí­klega sendir heim tjargaðir og fiðraðir.

Tilfinningin – þegar ég mætti í­ búningsklefann, klæddi mig í­, heilsaði hinum strákunum (sem þekktu mig úr skólanum og vissu að ég átti ekkert erindi þarna) og tilkynnti þjálfaranum um komu mí­na – er á topp 10-listanum yfir vandræðalegustu augnablik lí­fs mí­ns. Eftir fimm mí­nútur af æfingunni leið okkur strákunum úr C-bekknum eins og fábjánum. Svo var bara talið niður þar til kvalræðinu lauk. Mig minnir að ég hafi farið beint í­ fötin, hlaupið heim og tekið sturtuna þar.

Það varð að þegjandi samkomulagi í­ bekknum mí­num að ræða aldrei aftur um æfinguna hjá þeim KR-ingum.

Ef við hefðum búið úti á landi, t.d. í­ litlum kaupstað, hefði sagan væntanlega orðið eitthvað öðruví­si. Þar hefðum við, slöppu strákarnir sem vildum samt spila fótbolta, burðast við að æfa innan um 5-6 góða fótboltastráka og kannski 1-2 yfirburðamenn.

Það hefði engu máli skipt þótt við strákarnir hefðum mætt á æfingu hjá hinum Reykjaví­kurliðunum. Fram, Valur, Fylkir, Ví­kingur… Ætli eina Reykjaví­kurliðið á þessum tí­ma sem hefði mætt þörfum okkar hafi ekki verið írmann? írmenningarnir voru sennilega eina liðið í­ borginni sem ekki var að reyna að búa til afreksmenn í­ knattspyrnu. Held að meira að segja Þróttur og íR hafi talið sér trú um að næsta ísgeir Sigurvinsson væri að finna í­ yngri flokkunum sí­num…

írmann er hættur að halda úti knattspyrnudeild. Það er synd.

Þegar ég var tólf ára hefði ég einmitt viljað hafa lið eins og írmann í­ hverfinu mí­nu – klúbb sem hefði gefið okkur slöppu, feitu og innskeifu strákunum sem höfðum gaman af að spila fótbolta, færi á að sprikla eitthvað.

Því­ miður er þróunin á höfuðborgarsvæðinu fremur í­ þá átt að fækka félögum eða sameina. Það er klárlega gott ef við lí­tum á það sem aðalmarkmið í­þróttafélaga að búa til nokkra toppmenn, en félög sem hafa það að markmiði geta aldrei rúmar okkur fitukeppina. Á staðinn hættum við að spila fótbolta þegar við erum 12-13 ára og byrjum ekki aftur fyrr en um tví­tugt, þegar við höfum fjárráð til að leigja okkur sal á kvöldin eða um helgar.

Þannig er nú það.

# # # # # # # # # # # # #

Athygli mí­n hefur verið vakin á því­ að af þremur hreyfingum sem buðu sig fram í­ Stúdentaráðskosningunum á dögunum, stofnaði aðeins ein til Moggabloggs.

Sú sama hreyfing náði ekki kjörnum fulltrúa og féll því­ úr ráðinu. Tilviljun? Ég held nú sí­ður!

Megi Moggabloggið verða lýðræðinu að bráð!