Bólur

Aldrei fór það svo að ég mætti á málþingið um bólusóttina. Það reyndist fullt starf að sjá um hlaupabólubarnið. Á dag fór hitinn hæst í­ 39,7 og stelpan lyfti vart haus af kodda – nema tí­u mí­núturnar sem læknirinn kom í­ húsvitjunina, þá lék hún við hvurn sinn fingur – augljóslega til að láta okkur lí­ta út fyrir að vera taugahrúguforeldra sem trufli heilbrigðisstarfsmenn að minnsta tilefni.

# # # # # # # # # # # # #

Vegna hlaupabólunnar hef ég ekki farið mikið út fyrir hússins dyr sí­ðustu þrjá sólarhringa.

Fór þó í­ útför Hallgerðar Gí­sladóttur á föstudaginn. Neskirkja var sneisafull. Ræðan hans Arnar Bárðar var mjög góð, raunar með betri minningarorðum sem ég man eftir.

Horfði lí­ka á fótbolta á föstudagskvöldið ásamt Stebba Hagalí­n og sá hans menn kjöldregna 5:0. Og náði megninu af handboltaleik þar sem Framarar lágu fyrir Val.