Andinn í glasinu

Um daginn hitti ég pabba eins æskufélaga mí­ns í­ verslun. Við kinkuðum kolli hvor til annars og skiptumst á nokkrum orðum. Hann fræddi mig um að sonurinn læsi reglulega á blogginu mí­nu hvaða viský-tegundir ég væri að drekka.

Ég varð hálfvandræðalegur, enda langt um liðið frá því­ að ég bloggaði um viský. Einhvern veginn leið mér eins og ég hefði svikið gamlan vin. Til að bæta úr þessu er rétt að blogga um andann í­ glasinu.

Um er að ræða flösku sem Valdimar gaf mér þegar þau Jóhanna fóru aftur til Danmerkur. Þetta er einnar tunnu einmöltungur (single cask) og sterkur eftir því­, 58,4%. ítapparinn er fyrirtæki sem nefnist Cadenhead´s, en drykkurinn er 16 ára Laphroaig.

Það er óvenjulegt að sjá sextán ára Laphroaig. Standardinn er auðvitað tí­u ára, en snobbararnir vilja helst fimmtán ára.

Á Islay-ferðinni miklu 2004, komumst við að því­ að í­ Laphroaig stæra menn sig sérstaklega af því­ að fimmtán ára viskýið sé uppáhaldsdrykkur Karls Bretaprins – enda hefur brugghúsið rétt á að bera sérstakt einkennistákn rí­kisarfans.

Þessi höfðingjasleikjuskapur olli mér vonbrigðum. Skoskt brugghús á ekki að eltast við dyntina í­ einhverju kóngaslekti. Þetta var kannski hluti af ástæðu þess að ég lækkaði Laphroaig í­ tign í­ ferðinni, úr uppáhaldsviskýinu niður um 2-3 sæti. Ardbeg og Lagavullin eru núna bæði ofar á listanum.

Ég er hrifinn af þessu viskýi (en í­ þessum rituðum orðum er flaskan búin – enda var bara rétt botnlöggin eftir). Það er rammara en ætla mætti fyrir þetta gamlan vökva. Smávatnslögg útí­ sprengir aðeins upp bragðið, en þó ekki eins mikið og með margar tegundir.

Til samanburðar grí­p ég til flösku af tí­u ára Laphroaig. Það er ekki á hverjum degi sem það virðist veikt á bragðið. Lí­klega munar þar þó meiru um áfengisstyrkleikann en blöndunina. Móbragðið er þó meira í­ yngri flöskunni.

Eftir þessi tvö glös af römmum eyjamó, er tilgangslaust að halda áfram í­ betri flöskunum í­ viskýskápnum. Ekki það að ég sé að fara að detta í­ það á þriðjudagskvöldi – í­ beinni bloggútsendingu – en ef það væri á dagskránni myndi ég annað hvort halda mig við Laphroaiginn eða svissa yfir í­ ódýra fjölmöltunga (sem virðast hrúgast upp í­ ví­nskápnum – gjafir frá velmeinandi vinum og ættingjum).

Þessi færsla var sem sagt bara skrifuð af sektarkennd yfir að hafa svikið Jóhann Inga um viskýblogg.

# # # # # # # # # # # # #

Á kvöld hélt ég erindi í­ Foldasafni í­ Grafarvogi um fræðibækur ársins 2006. Þetta var að stofninum til sama erindi og flutti á fundi Hagþenkis fyrir tæpri viku. Þá mættu 30 manns í­ hús Reykjaví­kurakademí­unnar, en nú voru áheyrendur færri og umhverfið minnti frekar á sófaspjall yfir kaffibolla en formlegan fyrirlestur úr púlti.

Þótt áhorfendurnir væru ekki margir, voru þeir grí­ðarlega áhugasamir og ég varð miklu ánægðari með kvöldið en í­ fyrra skiptið (sem þó var fí­nt). Þá voru gestirnir nefnilega flestir fræðimenn, sem hlusta á 3-4 fyrirlestra í­ viku. Fyrir þennan hóp er það nánast rútí­na eða kvöð að mæta á fyrirlestra – en þeir sem létu sjá sig í­ Foldasafni í­ kvöld komu af brennandi áhuga.

Kannski munu fleiri bókasöfn falast eftir fyrirlestrinum. Ef til vill flyt ég hann lí­ka hjá Orkuveitunni í­ einhverju hádeginu. Sjáum til.

# # # # # # # # # # # # #

Fótboltinn í­ kvöld var sögulegur. Freyr Rögnvaldsson (sem virðist hafa hætt að blogga daginn sem Auður, konan hans, náði þriðja sætinu í­ VG-prófkjörinu) er alræmdur í­ boltanum fyrir að reyna í­ tí­ma og ótí­ma að taka hjólhestaspyrnur. Þetta gerist í­ hverri viku – stundum tvisvar – og endar einatt með ósköpum.

Á kvöld lét hann vaða snemma leiks, boltinn fór í­ snyrtilegum boga yfir hann, barst af varnarmanni og rúllaði yfir marklí­nuna – framhjá mér, sem var draghaltur eftir að hafa lent illa á meidda hælnum í­ næstu sókn á undan.

Helví­tið hann Freyr er sem sagt loksins búinn að skora hjólhestaspyrnumarkið sitt eftir allar þessar tilraunir. Hann er orðinn Ahmed Brkovic fótboltahópsins.
Verst er að núna mun hann, eins og Ahmed Brkovic, verða óstöðvandi í­ að reyna að endurtaka leikinn.

Megi Moggabloggið fá á sig hjólhestaspyrnumark frá Frey!