Vondu útlendingarnir

Á dag rakst ég á bloggsí­ðu hjá stúlku sem gengst við að vera í­ Framsóknarflokknum og sem lýsti fundi með frambjóðendum stjórnmálaflokkanna í­ Menntaskólanum við Sund. Ef marka má þá frásögn lýsti Sigurjón Þórðarson úr Frjálslynda flokknum sérstökum áhyggjum af því­ að fólk sem færi í­ sund eða strætó gæti lent á afgreiðslufólki/vagnstjóra sem talaði útlensku.

Á kvöld sá ég frétt um að Samfylkingarmennirnir Össur Skarphéðinsson og Mörður írnason hafi lýst sérstökum áhyggjum af því­ að ekki væri bannað samkvæmt stjórnarskránni að tala útlensku á Alþingi.

Gott væri ef einhver gæti útskýrt fyrir mér í­ hverju munurinn á hugmyndum Sigurjóns annars vegar, en hins vegar Össurar og Marðar liggur?

Ég á bágt með að sjá vandamálið við það ef afgreiðslumaðurinn í­ írbæjarlauginni væri útlendingur. Hversu alvarlegan misskilning gæti það framkallað? Á sama hátt sé ég ekki hvers vegna í­ ósköpunum binda ætti í­ sjálfa stjórnarskránna að bannað sé að tala útlensku í­ ræðustól Alþingis? Persónulega finnst mér slí­kar hugmyndir vera á pari við það þegar Bush Bandarí­kjaforseti vill stjórnarskrárbinda bann við hjónaví­gslum samkynhneigðra.

Hafa þessir tveir Samfylkingarþingmenn ekki setið ráðstefnur eða fundi erlendis þar sem ræður fólks eru þýddar? Hvað er vandamálið? Fara heyrnartólin svona í­ taugarnar á þeim?

Ef þúsundir Íslendinga ákvæðu að kjósa gelí­skumælandi mann á þing – er það þá ekki þeirra lýðræðislegi réttur? Eða óttast menn kannski holskeflu af ómálga útlendingum sem myndu leyna kunnáttuleysi sí­nu í­ í­slensku alla kosningabaráttuna – og koma svo í­ bakið á öllum með því­ að babbla bara á tokkarí­sku? Hvaða rugl er þetta eiginlega?

Nú má svo sem fallast á að góð kunnátta í­ í­slensku er afar mikilvæg fyrir hvern þingmann. En sama má t.d. segja um góða kunnáttu í­ ýmsum erlendum tungumálum. Hversu mikið af því­ lesefni sem þingmenn þurfa að berja sig í­ gegnum skyldi vera á ensku eða öðrum erlendum málum? Það hlýtur á sama hátt að teljast mjög mikilvægt fyrir þingmann að hafa lágmarksmenntun. Ætlum við þá ekki bara næst að binda í­ stjórnarskrá að enginn megi tala á Alþingi nema hann hafi klárað samræmdu og náð amk. lágmarkseinkunn í­ ensku og dönsku?

Mí­n skoðun er reyndar sú að engar hömlur eigi að setja á kjörgengi manna. Ef nægur hluti kjósenda vill senda hví­tvoðung á þing, hundinn Sám eða heypoka – þá ættu þeir að mega það. Ég sé engin rök fyrir að þrengja valfrelsi kjósenda á nokkurn hátt, þar með talið að gera kröfu um hreint sakavottorð. Vilji t.d. í­búar í­ NV-kjördæmi kjósa Slubba Slens, tugthúslim af Hrauninu, á þing – þá verður bara svo að vera.

Andúð á útlendingum getur átt sér margar ástæður. Ein þeirra er óttinn við að missa störf til þeirra.

Það er kannski þetta sem plagar Mörð írnason, sem ekki kemst á þing samkvæmt flestum skoðanakönnunum – meðan Paul Nikolov á lista VG hefur mælst inni. Reyndar dugar þessi hælkrókur Merði skammt, því­ Paul hefur prýðilegt vald á í­slenskri tungu og talar hana mun betur en margir þingmenn tala ensku. Ekki minnist ég þess að hafa heyrt Össur og Mörð lýsa sérstökum áhyggjum yfir öryggisráðsframboði Íslands í­ SÞ á þeim forsendum að utanrí­kisráðherra sé nær ómálga á ensku…

Ég hjó eftir því­ á dögunum að Össur Skarphéðinsson, sem er duglegur við að rifja upp ár sí­n í­ stúdentapólití­kinni, óskaði Röskvu ekki til hamingju með sigurinn á bloggsí­ðunni sinni. Kannski skýringin sé sú að í­ stúdentaráðsliði Röskvu er útlendingur, sem talaði ensku á kosningafundum og mun væntanlega gera slí­kt hið sama í­ störfum ráðsins.

Svona úr því­ að Össur og Mörður ætla á annað borð að fara að krukka í­ stjórnarskránna, ættu þeir kannski að bæta lí­ka inn ákvæði um að bannað sé að tala nema á í­slensku í­ stúdentaráði. Og jafnvel lí­ka að bannað sé að flytja Júróvisí­on-framlög Íslendinga á erlendum tungumálum (gamalt baráttumál Marðar).

Ef til vill mætti bæta inn klausu um að afgreiðslufólk sundlauga og strætóbí­lsstjórar skuli tala í­slensku (svona rétt til þess að gleðja Sigurjón.)

Nær væri að banna Moggabloggið í­ stjórnarskránni!