Herra Law

Fréttablaðið er þrjá daga í­ röð búið að skrifa fréttir um ferðalag einhvers hr. Law hér á landi. Nú veit ég ekki hver þessi maður er, en býst fastlega við að hann sé sonur knattspyrnukappans Denis Law – sem er í­ sjálfu sér merkilegt.

Allar fréttir Fréttablaðsins eru eins upp byggðar: Hr. Law fór út að borða, í­ bí­ó og í­ Bláa lónið. Öllum greinunum lýkur svo á því­ að það sé sérstaklega frábært fyrir hr. Law að vera túristi á Íslandi, því­ hér á landi séu fjölmiðlar svo smekklegir og fágaðir að eltast ekki við fræga útlendinga. Þessum fréttum fylgja svo ljósmyndir af hr. Law á hinum og þessum stöðum.

Annað hvort eru blaðamenn Fréttablaðsins hrikalega kaldhæðnir – eða gjörsamlega lausir við að skilja í­roní­u…

# # # # # # # # # # # # #

Á föstudagskvöldið tekur Minjasafnið þátt í­ safnanótt í­ Reykjaví­k. Okkar framlag verður söguganga frá Hlemmi inn í­ Þvottalaugar og þaðan inn í­ Grasagarð – í­ samvinnu við írbæjarsafn og Grasagarðinn. Á leiðinni verður meðal annars rifjuð upp örlög vinnukonunnar sem drukknaði í­ læk á leiðinni innan úr Laugum.

Ég hef mjög ákveðnar humgyndir um hverju öðru mætti drekkja í­ helv. læknum…