Vítisenglar

Á febrúar 2002 var hópur danskra ferðalanga – sem sumir hverjir voru félagar í­ Ví­tisenglum – stoppaður í­ Leifsstöð. Þessi aðgerð mæltist vel fyrir og löggan fékk hrós í­ leiðurum blaðanna.

Það voru mjög fáir sem voguðu sér að reifa önnur viðhorf en þau að handtökurnar hefðu verið hið besta mál. Hver sá sem vogaði sér að setja spurningamerki við þær, mátti búast við að vera úthrópaður sem málsvari ofbeldismanna og dópsala.

Sverrir Jakobsson var einn fárra sem skrifaði gagnrýnið um þetta mál. Það gerði hann í­ þessari grein á Múrnum. Ég var ánægður með greinina á sí­num tí­ma og sýnist hún ennþá standa fyrir sí­nu.

írið 2002 var í­slenskum stjórnvöldum ekki treystandi fyrir því­ valdi að geta ákveðið án rökstuðnings eða sannana hverjum mætti banna að koma hingað til lands á grunni í­myndaðra ógna. Þetta vissum við sem störfuðum í­ friðarhreyfingunni, vegna þess að stjórnvöld höfðu gefið það skýrt til kynna að útlendingar sem ætluðu að koma til Reykjaví­kur og mótmæla NATO-ráðstefnunni á Hótel Sögu, mættu búast við að verða snúið við á flugvellinum. Aðgerðir lögreglunnar gegn Falun Gong-liðum sí­ðar sama ár, voru rökrétt framhald af þessari stefnu.

Ég treysti ekki yfirvöldum í­ þessum efnum árið 2002 og traust mitt er ekki meira nú. Framganga lögregluyfirvalda gagnvart því­ fólki sem hingað vill koma, meðal annars til að viðra skoðanir sí­nar í­ umhverfisverndarmálum, er til skammar. Þar er reynt að hindra för fólks á grunni ætlaðra áforma um spellvirki, án nokkurra sannana.

Þess vegna truflar það mig þegar Ví­tisenglahandtökurnar eru rifjaðar upp nú, í­ tengslum við stóra klámráðstefnumálið, lí­kt og almenn sátt eigi að rí­kja um þá aðgerð. Það eru svo ótalmörg betri rök sem andstæðingar klámhunda geta gripið til en að hampa framgöngu lögreglunnar í­ því­ máli.

# # # # # # # # # # # # #

Á dag er sprengidagur. Megi Moggabloggið éta úldið kjet.