Á upphafi árs var því slegið upp að von væri á framboði aldraðra og öryrkja í þingkosningunum – og raunar tveimur fremur en einu.
Nýjasta bloggfærsla Arnþórs Helgasonar bendir til að nú hafi annað framboðið klofnað. Líklega stefna þá þrír hópar að því að bjóða fram í maí.
Enn er nokkuð til vors, svo ef af líkum lætur ættu þessir hópar að ná að klofna nokkrum sinnum í viðbót. Upp úr mánaðarmótum verða líklega 6-7 hópar að vinna að framboði. Eitthvað segir mér þó að enginn þeirra muni ná að bjóða fram í raun og veru.
Það er mótsagnakennt lögmál í félagsstörfum, að því fámennari sem félagsskapur er – því líklegri er hann til að klofna í tvennt. Nú myndi maður ætla að þessu væri öfugt farið, að fjölmenn félög gætu alið af sér fjölmennan minnihluta sem aftur væri nógu burðugur til að kljúfa sig í burtu og lifa sjálstæðri tilveru. Á raun er þessu þveröfugt farið. Fámennustu félögin eru í langmestri klofningshættu.
Megi Moggabloggið fá Baldur ígústsson í sínar raðir!