Á þremur stöðum í einu

Á dag/kvöld þyrfti ég að vera á þremur stöðum í­ einu. Þar sem við búum ennþá við kapí­talí­skt þjóðskipulag mun ég halda mig við það sem ég fæ greidd laun fyrir að gera.

Á fyrsta lagi er landsfundur VG um helgina. Á kvöld verða almennar stjórnmálaumræður. Þeim sleppi ég. Annað kvöld verður landsfundagleðin, þá verð ég heima með Ólí­nu. Fyrri hluta laugardagsins og sunnudagsins ætti ég hins vegar að ná að drekka 30-40 bolla af kaffi og skrafa við káta flokksfélaga. Kannski nenni ég að taka þátt í­ einhverjum eiginlegum landsfundarstörfum – ég efa það þó.

Á Friðarhúsinu í­ kvöld verður fjáröflunarmálsverður. Glæsilegur matseðill og fróðleg dagskrá. Þetta er málið fyrir fólk sem ætlar út á safnanótt.

Sjálfur verð ég hins vegar að stýra fræðslugöngu frá Hlemmi inn í­ Þvottalaugar í­ tilefni safnanætur. Lagt af stað frá Hlemmi kl. 20. Þátttakendur fá að skyggnast inn í­ launhelgar hitaveitumanna á leiðinni.

# # # # # # # # # # # # #

Flottasta sjálfsmark sem ég hef séð, var þegar Sigurvin Ólafsson þrumaði boltanum uppundir slánna í­ eigið mark af löngu færi fyrir Framara í­ Eyjum fyrir mörgum árum.

Sjálfsmark Lee Dixons er lí­klega næstflottasta mark þessarar gerðar. Það má sjá hér.

Megi þeir Sigurvin og Lee Dixon báðir ganga til liðs við Moggabloggið!