Radio Situation

Jón Knútur fer óvirðulegum orðum um hljómsveitina Bubbleflies á blogginu sí­nu. Það hefði hann ekki átt að gera.

Til að vera örugglega með upphafslí­nuna í­ Strawberries rétta, reyndi ég að gúggla textanum. Svo virðist vera sem engum tölvunirði hafi enn dottið í­ hug að skella Bubbleflies: collected works á netið.

Til að dobbúltékka frasann: „This is Radio Situation – broadcasting li-i-ive across the nation!“ – dró ég fram tvöfalda Núll & Nix-diskinn, sem fylgdi með fyrsta eintakinu af hipp og kúl tí­maritinu „0“. Ætli tölublöðin hafi orðið fleiri en eitt?

Besta lagið á disknum? Funky Bitch & Mr. T með Púff – ekki spurning.

Megi Páll Banine semja magnað ádeilulag gegn Moggablogginu!