Á gær horfði ég loksins á spurningakeppnina frá föstudagskvöldinu. Ég var bara ánægður með spurningarnar og svarhlutfallið var fínt.
Davíð og Steinunn Vala lentu í miklum vandræðum með stigagjöfina eftir hraðaspurningarnar, sem tók furðulangan tíma að leysa úr. Líklega eru þau ekki með nægilega gott merkingakerfi – í það minnsta man ég ekki eftir svona ruglingi í minni tíð.
Það vakti sérstaka athygli mína hversu mikið var um söguspurningar (ég tel gamla testamentið með sem söguspurningar). Ég er viss um að hlutfallið er mun hærra en hjá mér, samt var alltaf verið að saka mig um að semja endalausar sagnfræðispurningar.
Hans og Grétu-spurningin var sérstaklega skemmtileg, en myndirnar stoppuðu of stutt á skjánum. Verra þykir mér ef „finndu málvilluna“-spurningarnar ætla að ganga aftur í ár. Þær hafa aldrei verið skemmtilegar og oftar en ekki hálfgert klúður í framkvæmd.
Hlakka til að sjá næsta þátt.
# # # # # # # # # # # # #
Annað kvöld verður stjörnuskoðun á Minjasafninu frá kl. 21-23. Allir velkomnir.
Megi Moggabloggið verða fyrir loftsteini!