Á dag fékk ég í hendur glænýja bók eftir David Edgerton. Hún heitir: The Shock of the Old. Technology and Global History since 1900. Þetta er bók sem tekur stórt upp í sig. Hún boðar nýja gerð tæknisöguritunar, þar sem áherslan verði færð af sjálfu uppfinningaferlinu en þess í stað könnuð útbreiðsla og almenn notkun hverrar tækni.
Upphafsorð bókarinnar eru þau svölustu sem ég hef séð í fræðiriti:
Much of what is written on the history of technology is for boys of all ages. This book is a history for grown-ups of all genders.
Vá! Hvernig er hægt að vera svona svalur? Það er eiginlega ekki hægt að lesa þessar línur nema með aðstoð sneriltrommu til að slá á réttum stöðum.
Megi David Edgerton semja diss um Moggabloggið!