Jæja, borgin er búin að selja sterkefnuðum bankamanni hús Thors Jensens við Fríkirkjuveg, hús sem stendur á besta stað í borginni og það í miðjum almenningsgarði. Salan er meðal annars réttlætt með því að í húsinu verði opnað safn um sögu hins sögufræga athafnamanns. Sitthvað annað var tiltekið til marks um að húsið yrði „í …
Monthly Archives: febrúar 2007
Bólusótt
Á laugardaginn heldur félag um 18. aldar fræði málþing um bólusótt. Dagskráin er gríðarlega spennandi og ég stefni að því að sjá nokkra fyrirlestra. Er að lesa mér aðeins til um bólusótt, svona til að hita upp. Viðurkenni þó að það er hálfónotalegt að lesa þetta á sama tíma og barnið liggur heima með hlaupabólu. …
Nýr Reykjavíkurlisti?
Sú almenna regla gildir í félagsstörfum að aðalfundir eða félagsfundir sem taka eiga meiriháttar ákvarðanir eru boðaðir með góðum fyrirvara – meðal annars með það fyrir augum að félagsmenn sem búa langt í burtu eigi þess kost að mæta. Félagssamtök sem starfa á landsvísu geta ekki leyft sér að boða fundi á síðustu stundu og …
Sjálfbærar atvinnugreinar
Jón Þór Pétursson skrifar á Kistuna um sjálfbæra fjölmiðla, sem búa til fréttir með því t.d. að leggja snörur fyrir kynferðisafbrotamenn. Hann segir: Á Discworld-seríu fantasíu/vísindaskáldsögu höfundarins Terry Pratchett segir frá mjög öflugu slökkviliði í borginni Ankh-Morpork. Fyrirkomulagið er þannig að slökkviliðið fær borgað fyrir hvern eld sem þeir slökkva, nokkurs konar söluprósenta. Það þarf …
Tilfinningaklám
Jújú, ég veit að þessi umfjöllun Kastljóss um illa meðferð á Breiðuvíkurdrengjunum tekur á alvarlegu málefni sem mikilvægt er að ræða. En er virkilega nauðsynlegt að sýna hvern einasta viðmælanda bresta í grát? Að sýna viðmælendur bugast eða láta undan geðshræringunni er áhrifaríkt – en það er vandmeðfarið og stutt í tilfinningaklámið. Er ég kaldlyndur …
Nick Cohen
Nick Cohen, blaðamaður á The Observer, skrifaði um daginn bók sem fól í sér harða gagnrýni á andstæðinga íraksstríðsins. Egill Helgason fjallaði nýverið um bókina undir yfirskriftinni Vinstrimenn fá á kjaftinn. Eins og ég gat um á dögunum eru pennarnir á Spiked of flugbeittir. Nú hefur Michael Fitzpatrick skrifað dóm um bók Cohens, sem er …
Ginklofinn & St. Kilda
Heimildarmyndin í Sjónvarpinu í gær um ginklofann, farsóttina hræðilegu sem stráfelldi börn í Vestmannaeyjum og á St. Kildu olli nokkrum vonbrigðum. Umfjöllunin um sjúkdóminn sjálfan var losaraleg, hin magnaða saga St. Kildu var rakin á frekar snubbóttann hátt – en lopinn síðan teygður út í hið óendanlega með myndum af Eyjamönnum í sprangi og bjargsigi. …
Top Secret
Frásögn Erlu Hlynsdóttur af fundi hjá Framtíðarlandinu í gærdag er kostuleg lesning: Seinnipart dags sat ég lokaðan fund meðlima Framtíðarlandsins. Var þar rædd sú hugmynd að bjóða fram til næstu Alþingiskosninga, og voru skoðanir afar skiptar. Meðal annars voru uppi vangaveltur um að erfitt væri að ræða mögulegt framboð þar sem engin stefna lægi á …
Spiked
Mick Hume er hættur sem aðalritstjóri Spiked. Spiked er það pólitíska vefrit sem ég les hvað mest. Það er þó ekki allra – t.d. hatast George Monbiot, sem einn af mínum eftirlætispistlahöfundum, við ritið og aðstandendur þess. Spiked er borið uppi af fólki sem áður hélt úti tímaritinu LM (sem upphaflega hét Living Marxism). Þeir …
Stjörnumerki
Á fyrirlestri hjá okkur Sverri í vísindasögunni á dögunum, kom upp umræða um stjörnumerki – og þá sérstaklega hvenær trúin á þau hafi farið að breiðast út hérlendis. Ég giskaði á að þetta hefði byrjað snemma á sjötta áratugnum, e.t.v. með blöðum eins og Vikunni og að ólíklegt væri að fólk hefði almennt vitað hvaða …