Bakkelsi

Henry Birgir, aðalí­þróttafréttamaður Fréttablaðsins, er skrí­tin skrúfa. Fáir menn í­ hans stétt eru jafnóvinsælir hjá stuðningsmönnum margra félaga, enda hefur hann varpað fram allnokkrum drullubombunum – nú sí­ðast skrifaði hann makalausa grein um handboltadeild Hauka, sem spáð var miklum hrakförum, falli og gjaldþroti. Henry Birgir bloggar á Ví­sisvefnum og birtir þar m.a. í­tarlegri greinargerðir um …

Come on Eileen

Auðvitað vafðist þetta ekki fyrir skörpum lesendum. Örn Úlfar bar kennsl á Come on Eileen eins og skot. Tengingarnar eru annars þessar: i) Lagið fjallar að miklu leyti um goðsögnina Johnny Ray, sem er nafngreindur í­ upphafslí­nunum. Marilyn Morrison var gift honum. ii) „Toora Loora Looral“ er sungið í­ viðlaginu, en það er í­rsk barnagæla. …

Hver er orginal?

Björn Ingi hrósar Gunnari Svavarssyni fyrir snjalla grein í­ Fréttablaðinu í­ dag – þótt háðið í­ færslu Binga sé augljóst. Gunnar var í­ greininni að svara Hjörleifi Guttormssyni, sem vitnað hafði í­ Stein Steinarr. Gefum Birni Inga orðið: Gunnar Svavarsson er hins vegar nútí­malegur stjórnmálamaður og hefur augljóslega lagt bláu bókina með skólaljóðunum til hliðar …

Skeggi

Það eru fimm dagar frá því­ að ég rakaði mig sí­ðast. Fyrstu fjórir dagarnir voru sambland af gleymsku og kæruleysi. Á gær var ég búinn að grí­pa raksköfuna (óþolandi hvað fólki er tamt að tala um sköfur sem rakvélar, þótt ekki sé í­ þeim neinn vélbúnaður) – en ákvað svo í­ stundarbrjálæði að leggja hana …

Auglýsingasamkomulagið

Stjórnmálaflokkarnir eru búnir að koma sér saman um auglýsingaþak. Reyndar er þakið ansi hátt, eins og bent hefur verið á 28 milljónirnar eiga bara að dekka birtingarkostnað í­ landsfjölmiðlum. Ekkert er hins vegar sagt við því­ hversu miklu er sólundað í­ framleiðslukostnað, auglýsingar í­ landsmálablöðum, flettiskilti, strætóauglýsingar, blöð og bæklinga inn á hvert heimili eða …

Lélegt pólitískt minni

Óskaplega hafa menn lélegt pólití­skt minni ef þeir geta talið sér trú um að stjórnarmyndun Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins 1991 hafi verið óvænt og ekki verið í­ umræðunni fyrir kosningarnar. 1991 gaf Alþýðuflokkurinn sér að rí­kisstjórnin myndi falla. Það kom skýrt fram í­ kosningabaráttunni. Þegar Jón Baldvin var spurður beinlí­nis út í­ það hvort hann sæi …

Skammvinn tilraun

Fyrir allnokkrum vikum gerði Blaðið skoðanakönnun, sem var svo uppistaðan í­ forsí­ðufréttum nokkra daga í­ röð. Þá var tilkynnt að Blaðið ætlaði að standa fyrir reglulegum könnunum af þessu tagi. Þessi fyrsta könnun fór nú ekki vel af stað og fékk allnokkra gagnrýni fyrir aðferðafræði. Ef ég man rétt byggðist könnunin ekki á fyrirframákveðnu úrtaki …

NIMBY

Frá því­ að við Steinunn tókum saman, höfum við farið margoft austur á Norðfjörð og drukkið ófáan kaffibollann (eða bjórkrúsina) hjá vinum og ættingjum. Eitt algengasta umræðuefnið – fyrir utan almennt kurteisisspjall – hefur verið stóriðjumálið: álverið á Reyðarfirði og Kárahnjúkavirkjun. Við höfum svo sem ekkert verið að karpa um þessi mál, enda það ekkert …

Stjórnarmyndunarumboð

Það er alltaf skringilegt þegar fólk byrjar að þylja upp afsakanir fyrir tapinu áður en sjálf keppnin hefur farið fram. Mér sýndist Heimdallarformaðurinn þó grí­pa til þess í­ Silfri Egils í­ dag. Aðspurð um stöðu mála í­ skoðanakönnunum (sem er hugsanlega geldasta pólití­ska umræða sem til er) fór hún strax að fabúlera á þeim nótum …