Rétt svar fengið

Andrés Ingi hitti naglann á höfuðið. Hann var þó heppinn að ég ræki augun í­ svarið hans, því­ helv. hotmail-forritið ákvað að skilgreina skeytið hans sem ruslpóst einhverra hluta vegna.

Rétta svarið er: Öll tengjast nöfnin laginu The Safety Dance.

i) Dvergurinn sem dansar og syngur í­ hinu eftirminnilega myndbandi við The Safety Dance er sá sami og var inní­ leikbrúðu Jabba í­ þriðju Stjörnustrí­ðsmyndinni.

ii) Kylie hefur ekki átt sérstöku gengi að fagna á hví­ta tjaldinu, en flestum (þar með talið henni sjálfri) ber saman um að Bio Dome hafi verið slappasta myndin hennar. The Safety Dance kemur mjög við sögu í­ þeirri mynd.

iii) Þeir Stefan og Ivan voru forsprakkar hljómsveitarinnar Men Without Hats, sem gerði einmitt umrætt dægurlag.

iv) Pizzasendillinn Philip J. Fry, aðalsöguhetjan í­ Futurama hittir í­ einum þættinum ófyrirleitinn verðbréfasala frá ní­unda áratugnum, saman syngja þeir The Safety Dance af mikilli innlifun. Reyndar lætur Fry þess getið að dansinn sé reyndar alls ekki eins öruggur og ætla mætti – og talar þar greinilega af sárri reynslu.

v) Á eftirminnilegri senu í­ Scrubs spyr hjúkkan Carla unnusta sinn, skurðlækninn Turk, hvað hann myndi segja við því­ ef ófæddur sonur þeirra hneigðist til danslista en ekki fótbolta. Verður Turk þá að orði: „He can dance if wants to. He can leave his friends behind. Cause his friends don´t dance and if they don´t dance, well, they are no friends of mine…“ – Þetta er augljós ví­sun.

vi) Leiðindagaurinn Weird Al Yankowich gerði „fyndna“ útgáfu af The Safety Dance, þar sem hann gerði grí­n að The Brady Bunch þáttunum.

Þetta var vel af sér vikið hjá Andrési. Hann er karl í­ krapinu. Moggabloggið er snáðinn í­ snjónum.