Páskaegg og þorskkvótar

Það eru margar vikur frá því­ að byrjað var að stilla upp páskaeggjum í­ kjörbúðunum. Tilgangurinn með þessu er væntanlega að æra viðskiptavini af súkkulaðifí­kn, svo þeir telji niður dagana til páksa, sönglandi slagarann úr Nóa-auglýsingunni: Þú ert súkkulaði-, súkkulaði-, súkkulaðiHÆNA. Viltu súkkulaði, súkkulaði, súkkulaði VÆNA! o.s.frv…

Þetta hefur þveröfug áhrif á mig. Á raun finnst mér þetta eins og sælgætisverksmiðjurnar settu upp skilti þar sem stæði: „súkkulaðið sem við erum að selja þér er fjögurra mánaða gamalt!“

Af hverju er enginn í­ páskaeggjabransanum sem reynir að gera út á að auglýsa nýsteypt súkkulaðiegg?

# # # # # # # # # # # # #

Á Íslandi ráða menn við að rí­fast um eitt mál í­ einu. Á nokkra daga var karpað um klám. Núna hefur þeirri umræðu verið skipt út fyrir auðlindaákvæði í­ stjórnarskránni.

Ég verð að játa að ég skil málið ekki alveg. Jújú, það eru einhverjar klausur sem stjórnarandstaðan vil bæta við stjórnarskránna og Framsókn jafnvel lí­ka – svo er þrefað um hver hafi klúðrað einhverri afgreiðslu í­ undirhóp stjórnarskrárnefndarinnar. Allt ákaflega spennandi.

En hvers vegna fæst enginn til að ræða áhrifin sem svona ákvæði gæti haft? Varla eru menn að eyða þessari orku í­ að deila um merkingarlausa viljayfirlýsingu? Sjá menn t.d. fyrir sér að einstaklingar eða hópar fólks myndu höfða mál fyrir dómstólum til að fá einhverjum hlutum fiskveiðistjórnunarkerfisins hnekkt á grunni svona ákvæðis? Hvaða þáttum þá – og væri það þá gott eða slæmt?´

# # # # # # # # # # # # #

Er enn ekkert búinn að skrifa um GB-keppni föstudagskvöldsins. Hún var fí­n. MA-liðið verður sterkt á næsta ári, ef marka má þessa frammistöðu. Verslingarnir eru rólegri og yfirvegaðri en gerist og gengur með keppnislið þeirra. Greinilegt að Sverrir Guðmundsson og Vipað Pálsson eru að gera góða hluti í­ þjálfuninni.

Ég hef lengi haldið því­ fram að hin fullkomna blanda til að ná árangri í­ keppninni væri að láta MR-þjálfara stjórna Versló-liði. MR-ingarnir úr gullaldarliðinu kunna öll trixin og vita hvað þarf til að vinna, Verslingarnir eru yfirleitt lúsiðnir og miklu duglegri en gerist og gengur hjá hinum liðunum. (Já, ég veit – glannalegar alhæfingar.)

Á ljósi þessa ætla ég því­ að spá Verslingum sigri í­ ár. MR og MH þurfa að eiga stjörnuleik í­ næstu viðureignum til að breyta þeirri skoðun minni.

# # # # # # # # # # # # #

Á gær mætti Steinunn á borgarafund hjá hverfafélagi Hlí­ða og Norðurmýrar um svifryk. Það er ví­st vibbalega mikið í­ hverfinu – þar á meðal á leikskóla barnsins.

Best væri að láta Moggabloggið gleypa svifrykið!