Á eitnhverju Krossgátublaði las ég fyrir mörgum árum skrítlu, þar sem fígúra sem kölluð var Fávitinn í sturtunni (og var luralegur náungi í sturtu) varpaði fram kjánalegum staðhæfingum og vangaveltum.
Ein sú eftirminnilegasta hefur kannski öðlast nýtt líf í tengslum við alla svifryksumræðuna? Hún var á þessa leið:
Vinur minn er búinn að finna upp nýja tegund af ósprengjanlegum hjólbörðum. Þeir eru úr malbiki.
Verst er að nú þyrfti bara að hafa allar göturnar úr gúmmíi…
Er þetta kannski málið Gísli Marteinn?
Sendum Moggabloggið í fávitasturtu!