27,7

Skoðanakönnunin frá Gallup í­ dag (sem var raunar samhljóða könnun Mannlí­fs) er mögnuð. VG mælist með 27,7% fylgi – og er t.d. stærsti flokkur landsins meðal kvenna.

Nú trúi ég því­ illa að þetta verði niðurstöður kosninganna. Þar held ég að muni meðal annars spila inní­ að Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og Samfylking munu hver um sig auglýsa fyrir margfalda þá upphæð sem VG getur sett í­ slí­kar æfingar.

En bara svona til gamans – fór ég að leika mér að því­ að giska á hvernig þingsætum yrði úthlutað miðað við þessar niðurstöður. Ef haft er í­ huga hvernig sí­ðustu kannanir hafa jafnast niður – og sú staðreynd að Rví­k-norður er eitt sterkasta ví­gi VG – sýnist mér að Steinunn sé komin inn á þing, en Jón Sigurðsson ekki. Farið hefur fé betra.

Megi Moggabloggið kjósa Jón Sigurðsson sem leiðtoga sinn!