Rétta svarið við spurningunni hér að neðan er komið fram. Á ljós kom að spurningin var ekki almennilega gúggl-held, en viðkomandi var of mikill heiðursmaður til að skreyta sig með stolnum fjöðrum.
Svarið var sem sagt: Hriflu-Jónas við Ólaf Thors. Tilefnið var þingrofið 1931.
Ég keypti bókina um þingrofið á bókamarkaðnum í Perlunni og auk þess nokkrar barnabækur. Held að ég hafi aldrei eytt jafnlitlu á þessum markaði.
Megnið af bókunum þarna er slíkt skran að þær ættu best heima á Moggablogginu.