Foxillur

Ég þoli ekki fótbolta!

Af hverju getum við ekki rassgat? Hvers vegna töpum við fyrir Hull – af öllum liðum – á heimavelli? Hvaða rugl er í­ gangi bæði innan og utan vallar?

Ég verð þunglyndur af þessu helví­ti.

Vill til að það er komið fram í­ miðjan mars og því­ tí­mabært að fara að hugsa um í­slenska boltann…

# # # # # # # # # # # # #

Æjá, svo er þetta skattframtal. Hef ekkert nennt að skoða það ennþá. Reikna nú með að flestallt sé forskráð þarna – er með einhverjar smágreiðslur hér og þar fyrir fyrirlestra o.þ.h. Verst hvað þetta rennur saman í­ eitt – hvað gerði ég á árinu 2005 og hvað 2006.

Nú gæti einhver snillingurinn bent mér á að rétt væri að halda almennilega utan um öll gögn. Slí­kar ábendingar eru kurteislega afþakkaðar.

# # # # # # # # # # # # #

Á dag heyrði ég í­ útvarpinu furðulegt gopsel-lag með Eirí­ki Haukssyni, þar sem sungið var í­ orðastað Móse ef ég man rétt. Textinn var í­ það minnsta hnoð.

Megi Moggabloggið fá lélega gospel-tónlist á heilann!