Á Vísi má lesa þessa frétt: Samfylkingarfélagið í Breiðholti í Reykjavík hvetur borgaryfirvöld og verkalýðshreyfingu til þess að koma fyrir styttu af Guðmundi J. Guðmundssyni jaka, verkalýðsleiðtoga og fyrrverandi formanni Dagsbrúnar, á áberandi stað í Breiðholti. Um þetta ályktaði félagið í gær. Á ályktuninni segir að Guðmundur hafi átt stóran þátt í uppbyggingu Breiðholtsins og væri því réttmætur sómi sýndur með framtaki af þessu tagi.
Við þetta er tvennt að athuga:
i) Ef ætlunin er að eigna einum verkalýðsleiðtoga heiðurinn af byggingu Breiðholtsins ætti sá maður að vera Eðvarð Sigurðsson, með fullri virðingu fyrir Jakanum. Eðvarð var hins vegar slíkur maður að hann hefði eflaust verið á móti því að fá reista af sér styttu.
ii) Það er nú þegar til myndastytta í Reykjavík þar sem Guðmundur J. Guðmundsson er fyrirmyndin – og giskiði nú hvar hún er…
# # # # # # # # # # # # #
Frábær samkoma í Austurbæ í gær. Kannski meira um það síðar.
# # # # # # # # # # # # #
Landið er farið að rísa í bloggheimum. Mikkivefur virkar á ný og Blogggáttin er að koma mjög sterk inn. Nú getur Moggabloggið farið að kemba hærurnar.