Fundurinn

Spennufallið er að mestu afstaðið og ekki úr vegi að gera upp hvernig til tókst.

Fjölmiðlaumfjöllunin var með ágætum, þ.e. í­ ljósvakamiðlunum – prentmiðlarnir voru slappir. Ég kvarta ekki heldur yfir mætingunni. Við hefðum komið fleirum í­ salinn, en margra ára félagsmálareynsla hefur kennt manni að ergja sig ekki á nokkrum tómum stólum. Á aðeins minna húsi hefði salurinn verið fullur og allir hæstánægðir með mætinguna þótt hausatalan væri sú sama.

Salurinn tók sig vel út, enda hafði Harpa úr miðnefndinni setið við að mála borða og setti svo upp ásamt Þórhildi Höllu (sem er lí­ka í­ miðnefnd SHA).

Daví­ð Þór Jónsson kynnti dagskránna og gerði það vel, sem vænta mátti. Fyrst á dagskrá var svo Ólöf Arnalds, en um hana vissi ég ekkert fyrir fundinn. Tónlistin hennar er ljúf og var vel flutt. Mér skilst að hún sé talsvert spiluð á Rás 2 og mér fróðari menn um músí­k segja að hún eigi eftir að ná langt.

Hin tónlistaratriðin voru Villi Naglbí­tur og XXX Rottweilerhundar. Naglbí­turinn, sem kallar sig núna bara Vilhelm, er með plötu á leiðinni. Hann tók tvö fí­n lög. Það fyrra var sérstaklega skemmtilegt – og undir augljósum áhrifum frá rokkaðri lögum Nick Cave. Á það minnsta komu sum lögin af plötunni Let Love In upp í­ hugann.

Um Rottweilerhundana get ég lí­tið sagt, því­ meðan þeir röppuðu þurfti ég að standa í­ útréttingum og opna Friðarhúsið fyrir gesti að dagskrá lokinni. Mér skilst þó að þeir hafi verið góðir og þéttir.

Bragi Ólafsson las úr skáldsögu sinni og var góður.

Helgi Hjörvar flutti góða ræðu. Þegar kom að því­ að velja Samfylkingarmann til að tala á fundinum var Helgi alltaf fyrsti valkostur. Að mí­nu mati er hann langbesti ræðumaður þess flokks.

Á mí­num huga stal Guðfrí­ður Lilja þó senunni. Ég hafði aldrei áður séð hana flytja ræðu, ef undan er skilið stutt innlegg í­ almennum stjórnmálaumræðum á einhverjum VG fundi í­ vetur. Hins vegar var grí­ðarlega vel látið af ræðum sem hún hefur flutt upp á sí­ðkastið við hin ýmsu tilefni.

Ræðustí­ll Guðfrí­ðar Lilju heillaði mig upp úr skónum. Maður fékk á tilfinninguna að engin setning væri ómeitluð og að ekkert orð hefði ratað inn í­ ræðuna án umhugsunar.

Á bandarí­skum bí­ómyndum og sjónvarpsþáttum, flytja sögupersónur oft ræður sem ljúka upp augum áheyrenda og breyta afstöðu þeirra í­ grundvallaratriðum eða fá þá til að rí­sa á fætur og hrinda hugsjóninni í­ framkvæmd. Þetta var eiginlega þannig ræða. Þegar ég hlustaði á hana hugsaði ég í­ sí­fellu: „Vá, þetta er stjórnmálamaður sem ég vil vinna fyrir!“

Guðfrí­ður Lilja verður einhver flottasti þingmaðurinn á nýju Alþingi eftir kosningarnar í­ vor!
# # # # # # # # # # # # #

Ég hef tekið ákvörðun um að hætta að lesa stuðningsmannaspjallborðið hjá Luton. Slí­kur lestur gerir mig bara dapran og graman. Það er allt í­ skralli hjá félaginu. Stjórnarformaðurinn yfirgefur völlinn í­ lögreglufylgd og dagblöðin tala um að óhreint mjöl sé í­ pokahorninu í­ reikningum liðsins.

Megi Moggabloggið éta óhreint mjöl.