Lélegt pólitískt minni

Óskaplega hafa menn lélegt pólití­skt minni ef þeir geta talið sér trú um að stjórnarmyndun Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins 1991 hafi verið óvænt og ekki verið í­ umræðunni fyrir kosningarnar.

1991 gaf Alþýðuflokkurinn sér að rí­kisstjórnin myndi falla. Það kom skýrt fram í­ kosningabaráttunni. Þegar Jón Baldvin var spurður beinlí­nis út í­ það hvort hann sæi fyrir sér stjórn Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks eftir kosningar svaraði hann á þá leið að Alþýðuflokksmenn ættu „mjög góðar minningar um Viðreisnarstjórnina“.

Kunningi minn studdi Alþýðuflokkinn í­ þessum kosningum en varð óskaplega sár þegar Viðeyjarstjórnin var mynduð – við félagarnir hlógum bara að honum, því­ þessu hafði verið margspáð.

Þeir sem kusu Alþýðuflokkinn 1991 gerðu það í­ fullri meðvitund um að samstarf með Sjálfstæðisflokknum væri lí­klegasti kosturinn. Það er fáránlegt að reyna að skrifa söguna upp á nýtt og á þá leið að komið hafi verið aftan að kjósendum í­ það skiptið.