Hver er orginal?

Björn Ingi hrósar Gunnari Svavarssyni fyrir snjalla grein í­ Fréttablaðinu í­ dag – þótt háðið í­ færslu Binga sé augljóst. Gunnar var í­ greininni að svara Hjörleifi Guttormssyni, sem vitnað hafði í­ Stein Steinarr. Gefum Birni Inga orðið:

Gunnar Svavarsson er hins vegar nútí­malegur stjórnmálamaður og hefur augljóslega lagt bláu bókina með skólaljóðunum til hliðar í­ sí­nu lí­fi og tekið til við dýrari textarýni. Gunnar vitnar í­ hið þekkta dægurlag Sálarinnar hans Jóns mí­ns, Ég er orginal, eftir Friðrik Sturluson, og segist stoltur af því­ að vera slí­kur stjórnmálamaður.

Hér er nauðsynlegt að leiðrétta formann borgarráðs, því­ lagið heitir „Hver er orginal?“

Ef textinn er lesin í­ heild sinni kemur í­ ljós að með þessu er Gunnar Svavarsson að ráðast í­ róttæka sjálfsgagnrýni. Sjáið bara þessi lokaorð: „Ég er spegilmynd af þér. Ég veit ekki hver ég er. Hver er orginal?“ – Raunar má segja að allur textinn lýsi tilvistarlegri angist manns (eða stjórnmálaflokks) með brotna sjálfsmynd, sem á erfitt með að fóta sig í­ veröldinni og veit ekki hvort hann er hann sjálfur eða bara einhver annar?

Mér er til efs að beittari og miskunarlausari pólití­sk sjálfsgagnrýni hafi birst í­ í­slensku dagblaði í­ lengri tí­ma.

Legg til að Moggabloggið finni sér lí­ka einkennislag með Sálinni. Mæli með Flagð undir fögru