Skeggi

Það eru fimm dagar frá því­ að ég rakaði mig sí­ðast. Fyrstu fjórir dagarnir voru sambland af gleymsku og kæruleysi. Á gær var ég búinn að grí­pa raksköfuna (óþolandi hvað fólki er tamt að tala um sköfur sem rakvélar, þótt ekki sé í­ þeim neinn vélbúnaður) – en ákvað svo í­ stundarbrjálæði að leggja hana aftur frá mér.

Núna er ég sem sagt með fimm daga skegg og kláðinn er að byrja fyrir alvöru.

Það er svona eitt og hálft ár frá því­ að ég var sí­ðast með andlitshár sem orð var á gerandi. Á ég að manna mig upp í­ að safna á nýjan leik? Tvennt mælir gegn því­. Á fyrsta lagi er miklu skynsamlegra að hafa skegg yfir vetrarmánuðina, þar sem það veitir bærilegt skjól. Fyrir hitapoka eins og mig er hins vegar ekkert alltof skynsamlegt að vera kafloðinn þegar vora fer.

Á öðru lagi er það helv. kláðinn. Ef ég ákveð að láta mig hafa það – þá verða næstu tvær vikur eða svo algjört helví­ti, þar sem ég verð í­ sí­fellu með hendurnar í­ andlitinu að nudda og klóra.

Allar skeggvaxtartilraunir mí­nar fara ósegjanlega í­ taugarnar á mömmu – og raunar þykir öllum vinum mí­num þetta vera hálfhlálegar æfingar. Ég geri fastlega ráð fyrir háðsglósum við þessa færslu – Kolbeinn Proppé mun kalla klassí­ska Allaballaskeggið „aparass“ og aðrir munu rifja upp Robert Burns-bartana sem ég kom með heim frá Edinborg jólin 2000. Ég læt mér fátt um finnast. Það er gaman að safna skeggi.

# # # # # # # # # # # # #

Sí­ðdegis sat ég á tveggja klukkustunda stjórnarfundi í­ FRAM. Þar fengum við ýmsar uppörvandi fréttir varðandi vöxt og viðgang félagsins okkar. Það eru spennandi tí­mar framundan á þessu sviði.

Einn leikskólakennarinn á Sólhlí­ð er dugleg við að kenna krökkunum að hrópa „ífram Valur“ og álí­ka hvatningarhróp. Hún var eitthvað að hafa áhyggjur af því­ að mér kynni að mislí­ka það. Það var óþarfi. Ég botna ekki í­ foreldrum sem pí­na afkvæmin til að styðja sí­n eftirlætisí­þróttalið. Sjálfur gerðist ég Framari þrátt fyrir að búa í­ Frostaskjólinu frá ní­u ára aldri. Mér dettur ekki annað í­ hug en að barnið verði fullfært um að taka sjálfstæða ákvörðun í­ í­þróttamálum á sí­num eigin forsendum. Ef hún vill verða Valsari, þá er það guðvelkomið. Ef hún gerist KR-ingur, þá getur hún búið í­ dekkjageymslunni.

# # # # # # # # # # # # #

Horfði á fótboltalandsleikinn fyrr í­ kvöld. Það var ljóti leikurinn, enda vart hundi út sigandi fyrir rigningu og völlurinn blautur eftir því­.

Megi Moggabloggið verða fyrir mannýgum vatns-elg.