Bakkelsi

Henry Birgir, aðalí­þróttafréttamaður Fréttablaðsins, er skrí­tin skrúfa. Fáir menn í­ hans stétt eru jafnóvinsælir hjá stuðningsmönnum margra félaga, enda hefur hann varpað fram allnokkrum drullubombunum – nú sí­ðast skrifaði hann makalausa grein um handboltadeild Hauka, sem spáð var miklum hrakförum, falli og gjaldþroti.

Henry Birgir bloggar á Ví­sisvefnum og birtir þar m.a. í­tarlegri greinargerðir um leiki en þær sem birtast í­ prentútgáfu blaðsins. Það er athyglisverð lesning. Á ljós kemur að helsti mælikvarði Henrys Birgis á gæði í­þróttakappleikja er sá hvort hann fær gott kaffi, snúða og ví­narbrauð í­ blaðamannastúkunni. Hann gefur leikjum t.a.m. einkunn fyrir það hversu duglegir heimamenn séu við að ryðja í­ hann kökum.

Þetta er skemmtileg og fersk nálgun í­ blaðamennsku. Hvernig væri ef umsjónarmenn menningarsí­ðunnar tækju upp sömu taktí­k og felldu inn í­ myndlistar- og leiklistardóma sí­na einkunnagjöf um snitturnar og hví­tví­nið í­ frumsýningarpartýinu.

Sömuleiðis gætu almennir fblaðamenn bætt slí­kum upplýsingum inn í­ fréttir sí­nar. „Á blaðamannafundinum kynnti ráðherra niðurstöður starfshópsins. Skýrslan reyndist mikil að vöxtum, en það sama verður ekki sagt um kaffibrauðið sem boðið var uppá í­ Ráðherrabústaðnum. Það voru þurrar tebollur og staðið kaffi. Þurfti blaðamaður meira að segja stoppa við í­ sjoppu og kaupa sér pylsu að fundi loknum – hversu ömurlegt er það!!!“

Ekki?

# # # # # # # # # # # # #

Á Fréttablaðinu í­ morgun eru birtar nokkrar setningar sem hafðar eru eftir mér um tillögur Björns Bjarnasonar um varaliðssveitir lögreglunnar. Eitthvað sagði ég nú við blaðamanninn um að til þessa hefðu sveitir af þessu tagi einkum falist í­ því­ að Heimdellingar væru vopnaðir kylfum og þeir látnir berja á pólití­skum andstæðingum.

Sú tilvitnun rataði ekki inn í­ blaðið.

Á dag er 30.mars. Þá mæta allir góðir menn á þessa samkomu. Þarna verða krásir á borðum, en Moggabloggið étur það sem úti frýs.